Tífalt meira mannfall í Íran

Mótmælendur stríðs Ísraels og Írans létu í sér heyra við …
Mótmælendur stríðs Ísraels og Írans létu í sér heyra við forsetabústað Bandaríkjanna í dag. AFP/Saul Loeb

Á meðan hnút­urn­ar ganga milli Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta og ír­anska klerks­ins Ali Khamenei rign­ir sprengj­um Ísra­ela á stjórn­ar­setrið og höfuðborg­ina Teher­an í Íran og fleiri skot­mörk, en gagnárás­ir klerka­veld­is­ins hafa reynst Ísra­el­um síður skeinu­hætt­ar. Hafa tí­falt fleiri fallið í Íran en Ísra­el, um 240 á móti 24.

Í morg­un, miðviku­dag, kveikti ír­anskt flug­skeyti í nokkr­um bif­reiðum í borg eða bæ um miðbik Ísra­els. Að sögn Fars-frétta­stof­unn­ar ír­önsku var eitt skot­marka árás­ar­inn­ar þó Meron-flug­stöðin sem er mun norðar í land­inu.

Al­gengt áróðurs­bragð stríðandi þjóða er að rit­skoða frétt­ir af tjóni í eig­in ranni og gera sem minnst úr. Með því að rýna í mynd­ir og mynd­skeið sem svífa um sam­fé­lags­miðla hef­ur Sanad, staðreyndat­eymi kat­arska fjöl­miðils­ins Al Jazeera, kort­lagt tjón Ísra­ela af flug­skeyt­um Írana tíma­bilið frá laug­ar­degi og fram á mánu­dag þótt vær­ing­arn­ar hafi nú staðið leng­ur, eða í sex daga.

Weizmann-stofn­un­in skot­mark

Leiðir afrakst­ur­inn í ljós að á laug­ar­dag sprungu ír­önsk flug­skeyti um 300 metra frá varn­ar­málaráðuneyti Ísra­els í borg­inni Tel Aviv, en ráðuneytið, sem oft hef­ur verið kallað „Pentagon Ísra­els“, er ein viðkvæm­asta, en um leið bryn­v­arðasta, op­in­bera bygg­ing­in í Ísra­el gervöllu.

Önnur flug­skeyta­hrina hæfði Weizmann-vís­inda­stofn­un­ina í Rehovot, sunn­an Tel Aviv, en talið er að stofn­un­in hafi lagt ým­is­legt til hernaðar­tækni Ísra­els­hers um dag­ana. Írönsk flug­skeyti hafa, að sögn rann­sak­enda Sanad, einnig hæft skot­mörk í miðborg Tel Aviv, hvort sem til þeirra var skotið eða skeyt­in geiguðu.

Í Ramat Gan, ná­granna­borg Tel Aviv, urðu nokkr­ir turn­ar og fjöl­býl­is­hús fyr­ir sprengj­um sem ollu miklu tjóni og leiddu til þess að rýma þurfti víða. Segja borg­ar­yf­ir­völd níu bygg­ing­ar hafa skadd­ast.

Þá hæfðu flug­skeyti aðra ná­granna­borg aust­ar, Petah Tikva, og tjónuðu þar íbúðar- sem at­vinnu­hús­næði auk þess sem trú­ar­leg­ur skóli var eyðilagður með öllu í Bnei Brak.

Fjór­ar kon­ur í sömu fjöl­skyldu lét­ust

Mest hef­ur tjón Ísra­els­manna í þessu sex daga stríði þó orðið í borg­inni Bat Yam, suður af höfuðborg­inni, þar sem níu manns hafa látið lífið svo staðfest sé og um 200 hlotið ým­is­legt lík­ams­tjón. Þá er fjöldi heim­ila rúst­ir ein­ar í borg­inni Ris­hon LeZi­on.

Í Norður-Ísra­el hæfðu ír­önsk flug­skeyti Baz­an-olíu­hreins­un­ar­stöðina í Haifa, þá stærstu í land­inu, sem varð til þess að leggja þurfti þar niður alla starf­semi. Í ann­arri árás á Haifa skemmd­ust íbúðar­hús í hverf­inu Neve Sha’­an­an.

Fjór­ar kon­ur í sömu fjöl­skyldu lét­ust í flug­skeyta­árás á bæ­inn Tamra í Norður-Ísra­el, sem byggður er Palestínu­mönn­um að miklu leyti, en Tamra er sama marki brennd­ur og mörg palestínsk byggðarlög í Ísra­el – þar eru eng­in loft­varna­byrgi.

Gef­ist ekki upp fyr­ir nein­um

Meðan á öllu þessu stóð rigndi mun tækni­legri, ná­kvæm­ari og full­komn­ari flug­skeyt­um Ísra­ela yfir Íran þrátt fyr­ir að klerk­ur­inn Khamenei lýsti því yfir í dag, í sínu fyrsta sjón­varps­ávarpi frá árás Ísra­ela á föstu­dag, að Íran gæf­ist ekki upp fyr­ir nein­um og þjóðin stæði hnar­reist gegn fjend­um sín­um í þvinguðu stríði, rétt eins og í þvinguðum friði. Gat hann þess sér­stak­lega, um leið og hann svaraði Trump fyrr í dag, að Írön­um væri svara­fátt á tungu­máli hót­ana.

Í gær, þriðju­dag, til­kynnti Trump helstu aðstoðarmönn­un sín­um að hann væri fylgj­andi áætl­un um að ráðast á Íran, en biði þó átekta til að sjá hvort klerka­stjórn­in félli frá kjarn­orku­vopna­áætl­un sinni fyrst. Þetta hef­ur dag­blaðið Wall Street Journal eft­ir heim­ild­ar­mönn­um.

Eitt af hugs­an­leg­um skot­mörk­um Banda­ríkja­manna er For­dow-auðgun­ar­verið þar sem geisla­virk efni eru auðguð svo nýt­ast megi í kjarna­vopn. Verið er grafið í jörð und­ir heilu fjalli og ekki auðsótt að því, að mati víg­búnaðarsér­fræðinga, sem telja aðeins öfl­ug­ustu sprengj­ur geta gert þar skrá­veifu.

Sjálf­ur hef­ur Trump ít­rekað látið í veðri vaka í ávörp­um og viðtöl­um síðustu daga að Banda­rík­in gætu vel gengið til sam­starfs við Ísra­el um að kné­setja Írana, per­sónu­lega sækt­ist hann eft­ir ein­hverju „miklu stærra“ en vopna­hléi.

Ekki hafa þó öll um­mæli Banda­ríkja­for­seta horft til skýr­leika um áætlan­ir hans og næg­ir að grípa niður í ávarp hans við flögg­un­ar­at­höfn í garði Hvíta húss­ins í dag: „Ég geri það kannski, ég geri það kannski ekki. [...] Ég meina, eng­inn veit hvað ég ætla að gera,“ sagði Trump og ör­uggt mál að þar fór hann ekki með fleip­ur.

Al Jazeera

Al Jazeera-II (kort­lagn­ing árása)

CNN

The Guar­di­an

Wall Street Journal

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert