Gætu framleitt kjarnorkuvopn innan nokkurra vikna

Ayatollah Ali Khamenei, æðsti klerkur Írans.
Ayatollah Ali Khamenei, æðsti klerkur Írans. AFP/Khamenei.ir

Fjöl­miðlafull­trúi Hvíta húss­ins full­yrti í dag að Íran gæti fram­leitt kjarn­orku­vopn inn­an „nokk­urra vikna“ ef Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi lands­ins, gæfi samþykki fyr­ir því.

Karol­ine Lea­vitt, fjöl­miðlafull­trúi Hvíta húss­ins, sagði á blaðamanna­fundi að Íran hefði nú þegar allt til staðar til að fram­leiða slíkt vopn og það eina sem þyrfti væri ákvörðun leiðtog­ans.

Umræða um getu Írans til að fram­leiða kjarn­orku­vopn hef­ur verið áber­andi í sam­skipt­um Banda­ríkj­anna og Ísra­els við Íran. Síðast í júlí 2024 sagði Ant­ony Blin­ken, þáver­andi ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, að Íran gæti auðgað nægi­legt magn úr­ans í vopna­hæf­an styrk­leika á aðeins einni til tveim­ur vik­um.

Karoline Leavitt blaðamannafulltrúi Hvíta hússins sat fyrir svörum á blaðamannafundi …
Karol­ine Lea­vitt blaðamanna­full­trúi Hvíta húss­ins sat fyr­ir svör­um á blaðamanna­fundi fyrr í dag. AFP/​Alex Wroblewski

Safnað for­dæma­lausu magni auðgans úr­ans

Sum­ir sér­fræðing­ar telja þó að eft­ir auðgun úr­ans tæki það Íran allt frá nokkr­um mánuðum upp í tvö ár að smíða kjarn­orku­sprengju sem væri til­bú­in til notk­un­ar, sam­kvæmt frétt ABC um málið.

Leyniþjón­usta Banda­ríkj­anna met­ur að Íran hafi safnað for­dæma­lausu magni auðgaðs úr­ans fyr­ir ríki sem hef­ur ekki kjarn­orku­vopn.

Tulsi Gabb­ard, yf­ir­maður leyniþjón­ustu Banda­ríkj­anna, sagði þó í mars að ekki væri enn kom­in ákvörðun frá ír­anska leiðtog­an­um um að hefja smíði vopns­ins.

Ákvörðunar að vænta inn­an tveggja vikna

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, ætl­ar að taka ákvörðun inn­an tveggja vikna um hvort ráðist verði á innviði Írans. Hann hef­ur í vik­unni farið á fundi með ráðgjöf­um sín­um vegna vax­andi spennu eft­ir ír­anska árás á sjúkra­hús í Ísra­el.

Trump seg­ist ætla að meta stöðuna á grund­velli mögu­leika á samn­ingaviðræðum við Íran en tek­ur ákvörðun­ina einnig út frá eig­in „inn­sæi“.

Hvíta húsið legg­ur áherslu á að mark­mið for­set­ans sé fyrst og fremst að tryggja að Íran kom­ist ekki yfir kjarn­orku­vopn og koma á stöðug­leika í Mið-Aust­ur­lönd­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert