Ísland tekur þátt í aðgerðum gegn skuggaflota Rússa

Olíuskipið Eagle S var kyrrsett í Finnlandi snemma á þessu …
Olíuskipið Eagle S var kyrrsett í Finnlandi snemma á þessu ári. Er það sagt tilheyra skuggaflota Rússa líkt og hundruð annarra skipa. AFP

Ísland er eitt fjór­tán landa í Norður-Evr­ópu sem tek­ur þátt í sam­starfi gegn skugga­flota Rússa. Skugga­flot­inn eru skip sem hafa þjóðfesti utan Rúss­lands en hafa engu að síður haft milli­göngu í sölu á rúss­neskri olíu á markaði sem eru Rúss­um lokaðir vegna viðskiptaþving­ana.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá ut­an­rík­is­ráðuneyti Dan­merk­ur. Auk Íslands og Dan­merk­ur lýstu Belg­ar, Eist­ar, Finn­ar, Frakk­ar, Þjóðverj­ar, Lett­ar, Lit­há­ar, Hol­lend­ing­ar, Norðmenn, Pól­verj­ar, Sví­ar og Bret­ar því yfir að sam­starf yrði aukið í mála­flokkn­um.

Í yf­ir­lýs­ingu sem birt hef­ur verið á vef ut­an­rík­is­ráðuneyt­is Dana seg­ir að til­gang­ur sam­starfs­ins sé að sýna enn frek­ari festu þegar kem­ur að því að halda uppi lög­um á hafi úti auk þess að bæta gagn­sæi þegar kem­ur að viðskipt­um á milli landa.

Sigla und­ir fölsku flaggi

Hundruð skipa eru sögð taka þátt í að selja rúss­neska olíu fyr­ir hönd Rússa en skip­um á veg­um lands­ins er óheim­ilt að selja olíu á evr­ópsk­um mörkuðum.

„Ef skip sigla und­ir fölsku flaggi í Eystra­salti eða Norður­sjó mun verða gripið til aðgerða í takti við alþjóðlega lög­gjöf,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert