Masoud Pezeshkian, forseti Íran, segir að Íran muni hvorki hætta kjarnorkustarfsemi sinni né gefa eftir rétt sinn til að fylgja eftir borgaralegri kjarnorkuáætlun. Frá þessu greinir ríkismiðill landsins IRNA.
Í samtali við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, er haft eftir Pezeshkian að Íran sé reiðubúið að tryggja það að traust á kjarnorkustarfsemi landsins verði eflt en að kjarnorkuáætlun þess verði hvorki lögð niður með hótunum né stríði.
Pezeshkian varaði Macron einnig við því að viðbrögð Írans við áframhaldandi árásum Ísraela verði „enn hrikalegri,“ að sögn IRNA.
Pezeshkian segir Íran reiðubúið til samræðna og samvinnu til að byggja upp traust varðandi friðsamlega kjarnorkustarfsemi landsins, en frá þessu greinir einnig ríkismiðill Írans.