Íran heldur áfram kjarnorkustarfsemi

Masoud Pezeshkian, forseti Írans, segir Írani ekki ætla að hætta …
Masoud Pezeshkian, forseti Írans, segir Írani ekki ætla að hætta kjarnorkustarfsemi. AFP

Masoud Pezes­hki­an, for­seti Íran, seg­ir að Íran muni hvorki hætta kjarn­orku­starf­semi sinni né gefa eft­ir rétt sinn til að fylgja eft­ir borg­ara­legri kjarn­orku­áætlun. Frá þessu grein­ir rík­is­miðill lands­ins IRNA.

Í sam­tali við Emm­anu­el Macron, for­seta Frakk­lands, er haft eft­ir Pezes­hki­an að Íran sé reiðubúið að tryggja það að traust á kjarn­orku­starf­semi lands­ins verði eflt en að kjarn­orku­áætlun þess verði hvorki lögð niður með hót­un­um né stríði.

Pezes­hki­an varaði Macron einnig við því að viðbrögð Írans við áfram­hald­andi árás­um Ísra­ela verði „enn hrika­legri,“ að sögn IRNA.

Pezes­hki­an seg­ir Íran reiðubúið til  sam­ræðna og sam­vinnu til að byggja upp traust varðandi friðsam­lega kjarn­orku­starf­semi lands­ins, en frá þessu grein­ir einnig rík­is­miðill Írans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert