Þrír íranskir embættismenn felldir

Hér má sjá skemmdir eftir árásir Írans á Ísrael.
Hér má sjá skemmdir eftir árásir Írans á Ísrael. AFP/Maya Levin

Þrír hátt­sett­ir ír­ansk­ir emb­ætt­is­menn hafa verið drepn­ir í árás­um Ísra­ela í dag auk þess sem ísra­elski her­inn hóf árás­ir á kjarn­orku­stöð Írans í Is­fa­h­an á ný fyrr í dag. Emb­ætt­is­menn­irn­ir störfuðu all­ir fyr­ir her Írans. 

Greint var frá því í morg­un að ísra­elski her­inn hafi fellt Mohammed Sa­eed Iza­di, hátt­sett­an ír­ansk­an emb­ætt­is­mann, en hann var sagður hafa stýrt hernaðarsam­vinnu ír­anskra stjórn­valda og hryðju­verka­sam­tak­anna Ham­as. Þá hef­ur verið greint frá því að hinir tveir emb­ætt­is­menn­irn­ir hafi verið Behnam Shahriy­ari og Am­in­pour Ju­daki. 

Kostað yfir 400 manns lífið í Íran

Átök á milli ríkj­anna hafa nú staðið yfir í rúm­lega viku og virðist ekk­ert lát vera á árás­um. Talsmaður heil­brigðisráðuneyt­is Írans sagði í færslu á X í dag að árás­ir Ísra­ela hafi kostað yfir 400 manns lífið og að þúsund­ir hefðu særst. 

Sam­kvæmt töl­um frá ísra­elsk­um stjórn­völd­um hafa 24 al­menn­ir borg­ar­ar verið drepn­ir í árás­um Írana frá því að átök­in hóf­ust. 

Íbúar Ahvaz í suðvest­ur­hluta Írans urðu var­ir við mikl­ar spreng­ing­ar síðdeg­is í dag en Ísra­els­her gaf frá sér til­kynn­ingu þar sem seg­ir að her­inn sé að gera árás­ir á hernaðar­innviði á svæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert