Hengdu Ísraelsmann sem var sagður stunda njósnir

Maðurinn var hengdur, af því er segir í tilkynningu frá …
Maðurinn var hengdur, af því er segir í tilkynningu frá írönskum dómstólum. AFP/Mohammed Huwais

Yf­ir­völd í Íran létu í dag taka af lífi ísra­elsk­an mann sem hafði verið sak­felld­ur af ír­önsk­um dóm­stól fyr­ir að hafa stundað njósn­ir fyr­ir Mossad, leyniþjón­ustu Ísra­els, í land­inu. 

Maður­inn var sakaður um að hafa veitt leyniþjón­ust­unni viðkvæm­ar upp­lýs­ing­ar en í yf­ir­lýs­ingu frá dóms­mála­yf­ir­völd­um í Íran seg­ir að maður­inn hafi verið hengd­ur í morg­un. 

Frá því að Ísra­el hóf árás­ir á Íran 13. júní síðastliðinn hafa ír­önsk yf­ir­völd hand­tekið fjölda fólks sem grunað er um að stunda njósn­ir fyr­ir Ísra­el. 

Asgh­ar Jahang­ir, talsmaður ír­anskra dóms­mála­yf­ir­valda, sagði fyrr í dag að þrír ein­stak­ling­ar hafi verið hand­tekn­ir í borg­inni Kerm­ans­hah, í vest­ur­hluta Írans, grunaðir um njósn­ir í dag. Sagði hann að einn af þeim hand­teknu væri rík­is­borg­ari Evr­ópu­rík­is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert