Hvað tekur við ef klerkarnir falla?

Stuðningsmenn klerkanna efndu til fjölmennra mótmæla í höfuðborg Írans í …
Stuðningsmenn klerkanna efndu til fjölmennra mótmæla í höfuðborg Írans í gær, en mikil óvissa ríkir nú um framtíð klerkastjórnarinnar. AFP

Loft­árás­ir Ísra­ela á kjarn­orku­innviði Írana hafa einnig að mörgu beinst að helstu und­ir­stöðum klerka­stjórn­ar­inn­ar í Íran. Þannig hafa Ísra­el­ar náð að fella marga úr yf­ir­stjórn ír­anska bylt­ing­ar­varðar­ins og ír­anska hers­ins, en að auki hafa þeir í raun náð yf­ir­ráðum í lofti yfir vest­ur­hluta Írans og geta því gert loft­árás­ir nán­ast að vild þar, sem og í höfuðborg­inni Teher­an.

Árás­irn­ar hafa þannig náð að veikja stöðu klerk­anna inn­an Írans mjög og hafa Ísra­el­ar gefið því und­ir fót­inn að nú gæti verið rétti tím­inn fyr­ir ír­önsku þjóðina til þess að rísa upp og varpa af sér oki klerka­stjórn­ar­inn­ar, á sama tíma og þeir neita því að það sé eitt af stríðsmark­miðum sín­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert