Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir Ísraela vera „mjög, mjög nálægt“ því að ná markmiðum sínum í Íran.
Þetta segir Netanjahú í samtali við ísraelska blaðamenn nú í kvöld.
„Við erum skref fyrir skref að nálgast það að ná okkar markmiðum. Við erum mjög, mjög nálægt því en þegar það tekst munum við ljúka okkar aðgerðum í Íran,“ segir Natanjahú er hann ræddi við blaðamenn um árás Bandaríkjamanna í Íran í gærkvöldi.
Netanjahú bætir því við að hann liti svo á að ef Ísraelar myndu ná markmiðum sínum í Íran væri stigið skref í átt að því að koma ísraelskum gíslum í haldi Hamas-hryðjuverkasamtakanna til síns heima.
„Við erum að nálgast það að takast ætlunarverk okkar sem er að sigra Hamas og koma gíslunum heim. Ég er sannfærður um það að aðgerðir okkar í Íran hjálpi okkur í því verkefni. Árangur í Íran skilur okkur árangri á Gasa-ströndinni,“ segir Netanjahú.
Hamas tóku um 250 Ísraelsmenn í gíslingu í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar þann 7. október árið 2023 og enn er talið að um 50 þeirra séu í haldi hryðjuverkasamtakanna.