„Mjög, mjög nálægt því að ná markmiðunum“

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir þjóð sína vera nálægt því …
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir þjóð sína vera nálægt því að ná markmiðum sínum í Íran. AFP

Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, seg­ir Ísra­ela vera „mjög, mjög ná­lægt“ því að ná mark­miðum sín­um í Íran. 

Þetta seg­ir Net­anja­hú í sam­tali við ísra­elska blaðamenn nú í kvöld. 

„Við erum skref fyr­ir skref að nálg­ast það að ná okk­ar mark­miðum. Við erum mjög, mjög ná­lægt því en þegar það tekst mun­um við ljúka okk­ar aðgerðum í Íran,“ seg­ir Natanja­hú er hann ræddi við blaðamenn um árás Banda­ríkja­manna í Íran í gær­kvöldi. 

Hjálp­ar til við frels­un gísl­anna

Net­anja­hú bæt­ir því við að hann liti svo á að ef Ísra­el­ar myndu ná mark­miðum sín­um í Íran væri stigið skref í átt að því að koma ísra­elsk­um gísl­um í haldi Ham­as-hryðju­verka­sam­tak­anna til síns heima. 

„Við erum að nálg­ast það að tak­ast ætl­un­ar­verk okk­ar sem er að sigra Ham­as og koma gísl­un­um heim. Ég er sann­færður um það að aðgerðir okk­ar í Íran hjálpi okk­ur í því verk­efni. Árang­ur í Íran skil­ur okk­ur ár­angri á Gasa-strönd­inni,“ seg­ir Net­anja­hú. 

Ham­as tóku um 250 Ísra­els­menn í gísl­ingu í kjöl­far hryðju­verka­árás­ar­inn­ar þann 7. októ­ber árið 2023 og enn er talið að um 50 þeirra séu í haldi hryðju­verka­sam­tak­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert