Svívirðileg árás af hálfu hryðjuverkamanna

Sýrlensk yfirvöld hafa sakað Ríki íslams um árásina.
Sýrlensk yfirvöld hafa sakað Ríki íslams um árásina. AFP/Louai Beshara

Sjálfs­vígs­sprengju­árás­in sem var gerð á kirkju í Dam­askus í Sýr­landi hef­ur vakið hörð viðbrögð alþjóðasam­fé­lags­ins.

Sýr­lensk yf­ir­völd hafa sakað Ríki íslams [ISIS] um árás­ina, en ut­an­rík­is­ráðuneyti Sýr­lands seg­ir hana örþrifaráð sem sé til þess gert að valda óstöðug­leika og grafa und­an friðsælli sam­búð mis­mun­andi trú­ar­hópa.

Banda­rík­in styðji Sýr­land

Er­ind­reki Banda­ríkj­anna í Sýr­landi, Tom Barrack, lét skömm­un­um rigna yfir víga­menn­ina á bak við árás­ina í færslu sinni á X og sagði hana vera dæmi um hug­leysi sem ætti ekki heima í því nýja sam­fé­lagi sem Sýr­lend­ing­ar eru að reyna byggja upp.

„Banda­rík­in munu halda áfram sín­um stuðningi við Sýr­land í bar­áttu þeirra gegn aðilum sem reyna að valda óstöðug­leika og ótta í land­inu,“ seg­ir í færsl­unni.

Tom Barrack, erindreki Bandaríkjanna í Sýrlandi.
Tom Barrack, er­ind­reki Banda­ríkj­anna í Sýr­landi. AFP/​Anw­ar Amro

Viður­styggi­leg­ur og sví­v­irðileg­ur glæp­ur

Ut­an­rík­is­ráðuneyti Tyrk­lands hef­ur for­dæmt hina „sví­v­irðilegu“ árás, sem og ut­an­rík­is­ráðuneyti Frakk­lands sem kallaði árás­ina „al­ger­an hryðju­verka­gjörn­ing.“

Geir Peder­sen, er­ind­reki Sam­einuðu þjóðanna í Sýr­landi, lýsti yfir reiði sinni vegna þessa „viður­styggi­lega glæps“.

Hann kallaði jafn­framt eft­ir aðgerðum frá stjórn­völd­um og ít­ar­legri rann­sókn á mál­inu.

Geir Pedersen, erindreki Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi, kallar eftir ítarlegri …
Geir Peder­sen, er­ind­reki Sam­einuðu þjóðanna í Sýr­landi, kall­ar eft­ir ít­ar­legri rann­sókn á mál­inu. AFP

Árás­in sú fyrsta í valdatíð nýrr­ar stjórn­ar

Árás­in er sú fyrsta af sínu tagi síðan ný stjórn­völd tóku við í Sýr­landi eft­ir að Bash­ar al-Assad var steypt af stóli, en nýviðtek­in stjórn­völd hafa hlotið gagn­rýni fyr­ir að vernda minni­hluta­hópa ekki nægi­lega vel.

Rík­is­stjórn Assads hafði lengi málað sig sem vernd­ar­vætt minni­hluta­hópa í Sýr­landi, en þeir voru oft skot­mörk árása þegar að á borg­ara­styrj­öld­inni stóð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert