„Það er búið að kveikja í púðurtunnunni“

Ingibjörg Sólrún segist hafa haldið í þá trú að þetta …
Ingibjörg Sólrún segist hafa haldið í þá trú að þetta myndi ekki gerast. Samsett mynd/Arnþór/AFP

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, seg­ir að nú sé búið að „kveikja í púðurtunn­unni“ og vís­ar þar til árása Banda­ríkja­manna á Íran í nótt.

Hún tjá­ir sig um árás­irn­ar í stuttri færslu á Face­book-síðu sinni og deil­ir með frétt af mál­inu.

„Hví­lík skelf­ing! Ég sem hélt í þá trú að þetta myndi ekki ger­ast - en ég hélt líka að Put­in myndi ekki gera inn­rás í Úkraínu. Hug­ar­heim­ur væni­sjúkra hefnigjarnra valda­karla er óskilj­an­leg­ur venju­legu fólki. Það er búið að kveikja í púðurtunn­unni,“ skrif­ar hún.

Banda­ríkja­menn gerðu loft­árás­ir á þrem­ur stöðum í Íran í nótt, þar sem Íran­ar eru með kjarn­orku­starf­semi sína.

Leiðtog­ar víða um heim hafa brugðist við árás­un­um með því að hvetja Írana til að snúa aft­ur að samn­inga­borðinu með Banda­ríkj­un­um og Ísra­el og semja um kjarn­orku­áætlun sína.

Þá sagðist Ant­onio Guter­res, aðal­rit­ari Sam­einuðu þjóðanna, í færslu á X ugg­andi yfir árás­um Banda­ríkja­manna. Hann sagði þær „hættu­lega stig­mögn­un á svæði sem væri nú þegar á brún­inni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert