JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sagði fyrr í dag að loftárásir Bandaríkjanna á Íran hafi tafið kjarnorkuáætlun landsins verulega. Hann tók einnig fram að Bandaríkjamenn væru ekki í stríði við landið sjálft.
„Við erum ekki í stríði við Íran, við erum í stríði við kjarnorkuáætlun Írans,“ segir Vance í samtali við ABC.
„Ég held að forsetinn hafi gripið til afdráttarlausra aðgerða til að eyðileggja þá áætlun í gærkvöldi,“ bætti hann við.
Hann sagðist ekki vilja fara út í viðkvæmar upplýsingar en sagðist þó vita að þeir hafi hægt á kjarnorkuáætlun Írans í gærkvöldi, hvort sem það væri um ár eða lengur.