„Við erum ekki í stríði við Íran“

Segir Bandaríkin hafa hægt á kjarnorkuáætlun Írans.
Segir Bandaríkin hafa hægt á kjarnorkuáætlun Írans. AFP/Patrick T. Fallon

JD Vance, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, sagði fyrr í dag að loft­árás­ir Banda­ríkj­anna á Íran hafi tafið kjarn­orku­áætlun lands­ins veru­lega. Hann tók einnig fram að Banda­ríkja­menn væru ekki í stríði við landið sjálft.

„Við erum ekki í stríði við Íran, við erum í stríði við kjarn­orku­áætlun Írans,“ seg­ir Vance í sam­tali við ABC.

„Ég held að for­set­inn hafi gripið til af­drátt­ar­lausra aðgerða til að eyðileggja þá áætl­un í gær­kvöldi,“ bætti hann við.

Hann sagðist ekki vilja fara út í viðkvæm­ar upp­lýs­ing­ar en sagðist þó vita að þeir hafi hægt á kjarn­orku­áætlun Írans í gær­kvöldi, hvort sem það væri um ár eða leng­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert