Einstakur fornleifafundur í Noregi

Bæjarstæðið sem fornleifafræðingar og nemendur vinna við uppgröft á í …
Bæjarstæðið sem fornleifafræðingar og nemendur vinna við uppgröft á í Tjeldsund í Troms. Ljósmynd/Johan Arntzen/Háskólinn í Tromsø

Forn­leifa­fræðing­ar hafa í sam­starfi við nem­end­ur frá Há­skól­an­um í Tromsø í Nor­egi grafið upp bæj­ar­stæði og tveggja skipa lang­hús á jörð skammt frá Skån­land-skól­an­um í Evenskjer í sveit­ar­fé­lag­inu Tj­eldsund, sunn­ar­lega í Troms-fylki, og er að fræðinga yf­ir­sýn talið að húsið þar á bæj­ar­stæðinu sé rúm­lega þúsund ára gam­alt, frá vík­inga­tíma­bili sagn­fræðinn­ar, um það bil árin 800 til 1050.

Er þar með hugs­an­legt að í leit­irn­ar sé komið eitt stærsta hús af þess­ari gerð sem fund­ist hef­ur í Norður-Nor­egi, en minjarn­ar, sem nú hafa verið grafn­ar upp, komu fyrst fram við leit með jarðsjá árið 2017. Jörðin hef­ur verið rækt­ar­land um langt ára­bil sem ger­ir það að verk­um að forn­leifa­fræðing­un­um reyn­ist örðugra að finna heil­leg­ar minj­ar. Hafa þeir þó fundið merki um stólp­ana sem húsið stóð á auk eld­stæðis þar sem korn hef­ur sýni­lega verið brennt.

Guðmund­ur Stefán Sig­urðar­son, minja­vörður Norður­lands vestra, er mbl.is inn­an hand­ar með skýr­ing­ar á tveggja skipa lang­húsi og seg­ir þar um að ræða hús með þeirri skip­an að ein­föld röð af stoðum gangi eft­ir endi­löngu húsi án þess að um skil­rúm sé að ræða.

„Al­geng­ara fyr­ir­komu­lag er tvær stoðaraðir sem standa á gólfi húss­ins og þá er hægt að tala um þrjú skip í hús­inu,“ seg­ir minja­vörður­inn. „Í ís­lensk­um skál­um er hið eig­in­lega gólf því í miðskip­inu með lang­eld í miðju húsi, en set svo­kölluð til hvorr­ar hand­ar meðfram veggj­um.“

Fund­ur­inn ein­stak­ur í Norður-Nor­egi

Joh­an E. Arntzen, lektor í forn­leifa­fræði við Há­skól­ann í Tromsø, seg­ir í sam­tali við norska rík­is­út­varpið NRK að fund­ur­inn sé ein­stak­ur í Troms-fylki og ástæðan fyr­ir því að upp­gröft­ur á svæðinu hófst ekki fyrr en mörg­um árum eft­ir að bæj­ar­stæðið var upp­götvað sé sú að ekk­ert hafi legið á þar sem minj­un­um stafaði eng­in ógn af lagn­ingu nýrr­ar Háloga­lands­braut­ar. Var sú fram­kvæmd kveikj­an að skoðun svæðis­ins með til­liti til forn­leifa er farið gætu for­görðum.

Knut Paasche, rann­sak­andi og deild­ar­stjóri við Forn­minja­rann­sókna­stofn­un Nor­egs, Norsk institutt for kult­ur­min­neforskn­ing, staðfest­ir við NRK að fund­ur­inn telj­ist ein­stak­ur í Norður-Nor­egi og það eina sem kom­ist í hálf­kvisti við hann í lands­hlut­an­um sé höfðingj­a­setrið Borg á Vest­våg-eyju norðan­verðri í Lofoten sem forn­leifa­fræðing­ar héldu vart vatni yfir á ní­unda ára­tug síðustu ald­ar, en þar var 67 metra lang­ur skáli frá 6. öld – sem síðar hafði verið lengd­ur í 83 metra með viðbygg­ingu – graf­inn upp.

Knut Paasche deildarstjóri segir að það eina sem komist í …
Knut Paasche deild­ar­stjóri seg­ir að það eina sem kom­ist í hálf­kvisti við fund­inn í Troms í hinum nyrðri véum Nor­egs sé höfðingj­a­setrið Borg á Vest­våg-eyju norðan­verðri í Lofoten. Ljós­mynd/​Norsk institutt for kult­ur­min­neforskn­ing

Rök­styður Paasche orð sín með því að í fyrsta lagi sé það hreint fá­gæti að hús frá vík­inga­tíma­bil­inu finn­ist. Tveggja skipa hús frá þessu tíma­bili, það er að segja hús sem skipst hafa í tvö rými eft­ir endi­löngu, hafi hins veg­ar ekki fund­ist í gervöll­um Nor­egi fram til þessa.

Ef til vill bú­staður mekt­ar­manna

Að sögn Stein Far­sta­dvoll, dós­ents í forn­leifa­fræði við Troms­eyj­ar­há­skól­ann, eru tveggja skipa hús sem finn­ast al­mennt mun eldri en frá vík­inga­tíma­bil­inu, oft­ast frá því fyr­ir árið 1500 fyr­ir Krists burð, „en sá fund­ur er nú er kom­inn fram bend­ir til þess að slíkt hús hafi verið í eigu vík­inga eða annarra manna eft­ir árið núll“, seg­ir Far­sta­dvoll og tek­ur fram að ald­ur húss­ins í Evenskjer sé þó enn á huldu, eft­ir standi að greina ald­ur­inn með kol­efna­mæl­ingu.

„Vík­ing­ar eða aðrir mekt­ar­menn á þessu svæði gætu hafa átt sér bú­stað þarna,“ held­ur Arntzen lektor áfram og bæt­ir því við að í fyrnd­inni hafi stór­býli, jafn­vel höfðingj­a­set­ur, staðið þar á jörðinni. „Býli á borð við þetta gæti líka tengst land­búnaði með hús­dýra­haldi. Allt bend­ir til þess að þarna hafi verið stór­býli með mikl­um manna­for­ráðum,“ seg­ir hann.

Nem­end­ur í forn­leifa­fræði, sem aðstoða við upp­gröft­inn, iða eðli­lega í skinn­inu og ræðir NRK við Mart­he Stupfors­mo sem seg­ir mold­ina mjúku kunna að geyma hulda fjár­sjóði. „Hér væri fróðlegt að finna gripi, kannski verk­færi,“ seg­ir hún við frétta­menn. Nem­end­urn­ir von­ast til að eiga þátt í enn stærri tíma­móta­fundi en hér hef­ur þegar verið sýnt fram á. Ærin vinna er þó enn fram und­an, en ekki örgrannt um að þegar öll kurl eru kom­in til graf­ar skili jarðveg­ur­inn fræðimönn­um mun­um jafn­göml­um lang­hús­inu.

NRK

NRK-II (stórt lang­hús fannst á Gj­ell­estad i Hald­en árið 2020)

NRK-III (lagn­ing veg­ar kveikj­an að minja­leit í Tj­eldsund)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert