Ekkert lát á árásum: Loftvarnaflautur ómuðu

Ellefu dagar eru síðan Ísrael hóf árásir á Íran.
Ellefu dagar eru síðan Ísrael hóf árásir á Íran. AFP

Ekk­ert lát er á loft­árás­um Ísra­ela og Írana en Rauði hálf­mán­inn hef­ur til­kynnt að Ísra­el­ar hafi gert árás nærri bygg­ingu sam­tak­anna í Teher­an, höfuðborg Írans. Þá hafa loft­varnaflaut­ur ómað um Ísra­el í morg­un en her­inn þar hef­ur greint ír­ansk­ar eld­flaug­ar í loft­helgi lands­ins.

Ell­efu dag­ar eru nú liðnir frá því að Ísra­el hóf árás á Íran sem hrinti af stað átök­um á milli ríkj­anna. Um helg­ina blönduðu Banda­ríkja­menn sér svo í leik­inn og vörpuðu sprengj­um á helstu kjarn­orku­innviði Írana.

Íran­ir hafa heitið hefnd­um en gangárás­ir Ísra­ela og Írana héldu áfram í nótt og í morg­un.

Hóta hefnd­um

Vopnaðir hóp­ar í Íran hótuðu Banda­ríkj­un­um í morg­un „al­var­leg­um og ófyr­ir­sjá­an­leg­um af­leiðing­um“ vegna árás­ar þeirra.

„Þessi fjand­sam­legi gjörn­ing­ur... mun víkka út um­fang lög­mætra skot­marka vopnaðra sveita íslamska lýðveld­is­ins Írans og ryðja braut­ina fyr­ir út­víkk­un stríðsins á svæðinu,“ sagði Ebra­him Zolfag­hari, talsmaður vopnaðra sveita, í rík­is­sjón­varpi Írans.

Ali Ak­b­ar Velayati, ráðgjafi æðstaklerks Írans, Ayatollah Ali Khamenei, sagði að ráðast mætti á her­stöðvar Banda­ríkj­anna „á svæðinu eða ann­ars staðar“.

Þá gaf ut­an­rík­is­ráðuneyti Banda­ríkj­anna út „al­heimsviðvör­un“ fyr­ir Banda­ríkja­menn í gær.

Ráðgjafi æðstaklerks Írans, Ayatollah Ali Khamenei, sagði að ráðast mætti …
Ráðgjafi æðstaklerks Írans, Ayatollah Ali Khamenei, sagði að ráðast mætti á her­stöðvar Banda­ríkj­anna „á svæðinu eða ann­ars staðar“. AFP

Réðust á innviði í Íran 

Ísra­elski her­inn hef­ur gefið út að hann hafi ráðist á eld­flauga­stöðvar í vest­ur­hluta Írans í nótt og í morg­un sem og „sex flug­velli ír­anskra stjórn­valda“ um allt landið og eyðilagt orr­ustuþotur og þyrl­ur.

Mohammad Sa­degh Mota­medi­an, rík­is­stjóri Teher­an, sagði í rík­is­sjón­varpi lands­ins að „ráðist hefði verið á yfir 200 staði“ um alla höfuðborg­ina frá upp­hafi her­ferðar Ísra­ela 13. júní.

Í Ísra­el hljómuðu loft­varnaflaut­ur um allt land í morg­un í yfir 30 mín­út­ur til að vara við eld­flauga­skot­um frá Íran.

Árás­ir Ísra­ela á Íran hafa drepið yfir 400 manns, að sögn heil­brigðisráðuneyt­is Írans en sam­kvæmt op­in­ber­um töl­um hafa árás­ir Írans á Ísra­el drepið 24.

Ísraelskir viðbragðsaðilar leita í rústum eftir loftárásir Írana á landið …
Ísra­elsk­ir viðbragðsaðilar leita í rúst­um eft­ir loft­árás­ir Írana á landið um helg­ina. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert