Gervihnettir í hættu skelli loftsteinn á tunglið

Tunglið í fullum skrúða á himinhvolfinu.
Tunglið í fullum skrúða á himinhvolfinu. AFP

Ef risa­stór loft­steinn skell­ur á tunglið árið 2032 myndi gríðarleg spreng­ing senda brak í átt að jörðinni sem myndi ógna gervi­hnött­um og valda meiri­hátt­ar stjörnu­hrapi. Þetta eru niður­stöður nýrr­ar rann­sókn­ar.

Fyrr á þessu ári höfðu menn áhyggj­ur af því um stund að 60 metra breiður loft­steinn sem kall­ast 2024 YR4, sem er nógu stór til að jafna borg við jörðu, myndi skella á jörðinni 22. des­em­ber 2032.

Hon­um voru gefn­ar mestu lík­urn­ar, eða 3,1 pró­sent, á að hæfa jörðina, sem er hæsta hlut­fall sem vís­inda­menn hafa nokk­urn tím­ann mælt fyr­ir svo stór­an lof­stein. Seinni at­hug­an­ir frá sjón­auk­um úti­lokuðu svo end­an­lega bein­an árekst­ur við jörðina.

4,3% lík­ur á að steinn­inn hæfi tunglið

Hins veg­ar hafa lík­urn­ar á því að hann skelli á tungl­inu auk­ist í 4,3 pró­sent, sam­kvæmt gögn­um frá James Webb-geim­sjón­auk­an­um í maí.

Ný rann­sókn, sem hef­ur ekki verið ritrýnd, er sú fyrsta til að meta hvernig slík­ur árekst­ur gæti haft áhrif á jörðina.

Paul Wie­gert, aðal­höf­und­ur rann­sókn­ar­inn­ar frá Western Ont­ario-há­skól­an­um í Kan­ada, seg­ir í sam­tali við AFP að þetta myndi verða stærsti loft­steinn­inn sem rek­ist hafi á tunglið í um 5.000 ár

Sam­bæri­legt stórri kjarn­orku­sprengju

Áhrif­in yrðu sam­bæri­leg við stóra kjarn­orku­spreng­ingu hvað varðar magn orku sem losn­ar við höggið að sögn Wie­gert. Allt að 100 millj­ón kíló­grömm af efni myndu skjót­ast út frá yf­ir­borði tungls­ins.

Ef loft­steinn­inn hitti þá hlið tungls­ins sem snýr að jörðinni, sem er um það bil 50 pró­senta lík­ur, gætu allt að 10 pró­sent af þessu braki dreg­ist að jörðinni fyr­ir til­stilli þyngd­arafls á næstu dög­um á eft­ir, segja vís­inda­menn­irn­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert