Íranir muni ekki gleyma

Aðgerð Bandaríkjahers gagnvart kjarnorkuinnviðum í Íran nefndist Miðnæturhamar.
Aðgerð Bandaríkjahers gagnvart kjarnorkuinnviðum í Íran nefndist Miðnæturhamar. AFP/Andrew Harnik

Íran­ir segja árás Banda­ríkja­manna á kjarn­orku­innviði í land­inu vera svik við diplómas­íu.

Es­ma­eil Baqa­ei, talsmaður ut­an­rík­is­ráðuneyt­is Írans, seg­ir að Íran­ir og framtíðar kyn­slóðir Írana muni ekki gleyma því að Íran­ir hafi verið í miðju diplómasísku ferli með Banda­ríkja­mönn­um um kjarn­orku­áætlun lands­ins. Nú séu Banda­rík­in hins veg­ar í stríði við Íran.

„Þeir ráðast á okk­ur hernaðarlega tveim­ur dög­um fyr­ir upp­haf viðræðna. Það eru svik við diplómas­íu og grunda­vall­ar­regl­ur sam­tals­ins,“ seg­ir Baqa­ei.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert