Sprenging í Malmö miðri

Lögreglan í sænsku borginni Malmö rannsakar sprengingu í íbúðahverfi í …
Lögreglan í sænsku borginni Malmö rannsakar sprengingu í íbúðahverfi í borginni miðri í nótt. Ljósmynd/Wikipedia.org/David Castor

Lög­regl­an í sænsku borg­inni Mal­mö þusti á vett­vang ásamt sjúkra- og slökkviliði þegar sprengja sprakk laust fyr­ir klukk­an þrjú í nótt að sænsk­um tíma í íbúðahverf­inu Värn­hem í borg­inni miðri.

„Okk­ur barst til­kynn­ing skömmu fyr­ir klukk­an þrjú um að hvell­ur hefði heyrst og reyk­ur sést auk þess að ein­hver hefði kastað ein­hverju inn í hús,“ seg­ir Rich­ard Nils­son, vakt­haf­andi varðstjóri við björg­un­ar­miðstöðina Räddn­ing­stjä­nesten Syd, í sam­tali við sænska rík­is­út­varpið SVT.

Eng­inn hand­tek­inn enn sem komið er

Eng­in urðu kaun á íbú­um hverf­is­ins við spreng­ing­una og hef­ur rann­sókn á vett­vangi enn sem komið er ekki leitt í ljós hvað það var sem sprakk. „Tækni­menn eru við rann­sókn­ir á vett­vangi. Smá­vægi­leg­ar skemmd­ir eru á hús­inu, en þær eru ekki þess eðlis að fólki sé hætta búin við að vera þar,“ seg­ir Henrik Hagström lög­reglu­v­arðstjóri við SVT.

Lokaði lög­regla vett­vangi fyr­ir um­ferð og var með mikla viðveru þar, en er síðast spurðist hafði eng­inn verið hand­tek­inn vegna at­b­urðar­ins. Grein­ir Hagström frá því að málið sé nú rann­sakað sem skemmd­ar­verk með al­manna­hættu í för með sér og brot gegn lög­um um meðferð eld- og sprengifimra efna.

SVT

Sveriges Radio

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert