Blendnar tilfinningar Tehranbúa til vopnahlés

Frá götum Tehran.
Frá götum Tehran. AFP

Lífið í Tehran, höfuðborg Írans, virðist að ein­hverju leyti snúið í samt horf eft­ir 12 daga stríðsátök lands­ins við Ísra­el. 

Til­kynnt var um bráðabirgðavopna­hlé milli land­anna tveggja öll­um að óvör­um í morg­un, þó að enn ber­ist fregn­ir af eld­flauga­send­ing­um á báða bóga. 

Blendn­ar til­finn­ing­ar meðal borg­ar­búa

Ahmad Barqi, 75 ára gam­all raf­tækja­sali í Tehran seg­ist í sam­tali við AFP-frétta­stof­una bera litl­ar von­ir til þess að vopna­hléið muni end­ast. „Við vild­um vopna­hlé en þeir fram­fylgja því ekki, þeir standa ekki við lof­orð sín,“ seg­ir hann og á við Ísra­els­menn.

„Ég veit í raun ekki með vopna­hléið en satt að segja held ég ekki að hlut­irn­ir muni snúa aft­ur í eðli­legt horf,“ sagði hann.

Stríðsástök­in hafa einnig væg­ast sagt haft slæm áhrif á efna­hags­líf Tehran-borg­ar þar sem fjöldi fyr­ir­tækja sem og op­in­berra skrif­stofa þurftu að loka sök­um átak­anna, á meðan borg­ar­bú­ar leituðu skjóls í nær­liggj­andi sveit­um. 

All­ir þjást í stríði

Benyam­in, 28 ára Tehran­búi, sagði einnig í sam­tali við AFP-frétta­veit­una að hann væri ef­ins um frið og ör­yggi sitt í Tehran, en að hann hefði engra kosta völ en að snúa aft­ur til höfuðborg­ar­inn­ar frá strönd­um Kaspía­hafs­ins, þar sem tekj­ur hans hefðu verið hrunið á meðan hann flúði borg­ina.

„Þegar stríð er, þjást all­ir efna­hags­lega,“ sagði Benyam­in.

„En ég held ekki að við ætt­um að hugsa um það núna. For­gangs­atriðið er árás­in gegn ástkæra landi okk­ar, sem við verðum að bregðast við,“ sagði ann­ar kaupmaður í sam­tali við AFP að lok­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert