Í það minnsta ellefu létust í sprengjuárásum Rússa á Dnipropetrovsk-hérað í Úkraínu fyrr í dag. Umfangsmiklar sprengjuárásir Rússlands hæfðu leikskóla, grunnskóla og spítala.
Lögregluyfirvöld í Úkraínu segja níu vera látna í Dníprópetrovsk-héraði auk tveggja sem létust í bænum Samar skammt frá. Þá segir í tilkynningu lögreglu yfir hundrað vera særða eftir árásir Rússa.
Rússland hefur nýverið undirbúið sókn í Dníprópetrovsk-hérað í mið-austurhluta Úkraínu í fyrsta sinn frá upphafi innrásarinnar 2022.
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti og Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggjast hittast í dag samhliða leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins [NATO] sem fer fram í Haag í Hollandi.
Selenskí tjáði fjölmiðlum í kjölfar árásarinnar að stríðið væri bardagi þar sem ekki væri erfitt að velja með hverjum ætti að standa.
„Að standa með Úkraínu þýðir að standa með lífum,“ sagði Úkraínuforseti eftir árásir Rússlands.