Gestir Versala geta nú átt samtöl við stytturnar

„Versalahöllin er að prófa sig áfram með gervigreindina, geta hennar …
„Versalahöllin er að prófa sig áfram með gervigreindina, geta hennar mun dýpka reynslu gestanna svo um munar,“ sagði Christophe Leribault, safnstjóri hallarinnar. Ljósmynd/Aðsend

Þökk sé gervi­greind­inni geta gest­ir Versala­hall­ar nú rætt beint við stytt­urn­ar í hall­argarðinum, í stað þess að hlusta á hefðbundna leiðsögn í heyrn­ar­tól­um.

Greint var ný­lega frá sam­starfi Versala við OpenAi í Banda­ríkj­un­um og franska sprota­fyr­ir­tækið Ask Mona til að koma nú­tíma­legri tækni inn í höll­ina, sem var upp­runa­lega byggð á 17. öld­inni.

Gest­ir geta nú skannað QR-kóða við 20 stytt­ur í hall­argarðinum og hafið sam­tal um sögu hall­ar­inn­ar, á ensku, frönsku eða spænsku.

„Versala­höll­in er að prófa sig áfram með gervi­greind­ina, geta henn­ar mun dýpka reynslu gest­anna svo um mun­ar,“ sagði Christophe Leri­bault, safn­stjóri hall­ar­inn­ar.

Gestir geta nú skannað QR kóða við 20 styttur í …
Gest­ir geta nú skannað QR kóða við 20 stytt­ur í hall­argarðinum og hafið sam­tal um sögu hall­ar­inn­ar, á ensku, frönsku eða spænsku. Ljós­mynd/​Aðsend

„Eitt­hvað fyr­ir alla“

Um átta millj­ón­ir gesta heim­sækja safnið ár hvert og hafa fyr­ir­tæk­in tvö sagt það hinn full­komna stað til að sýna og þróa áfram gervi­greind­ina.

„Hvort sem þú ert sérfræðingur, safnstjóri eða gestur að heimsækja …
„Hvort sem þú ert sér­fræðing­ur, safn­stjóri eða gest­ur að heim­sækja hall­argarðinn í fyrsta skipti, þá er eitt­hvað þarna fyr­ir alla,“ sagði Ju­lie Lavet, yf­ir­maður hjá OpenAi. Ljós­mynd/​Aðsend

„Hvort sem þú ert sér­fræðing­ur, safn­stjóri eða gest­ur sem heim­sæk­ir hall­argarðinn í fyrsta skipti, þá er eitt­hvað þarna fyr­ir alla,“ sagði Ju­lie Lavet, yf­ir­maður hjá OpenAi.

Mari­on Car­re, for­stjóri Ask Mona, sagði sam­starfið vera tæki­færi til að þróa áfram þá eig­in­leika gervi­greind­ar­inn­ar sem hafa verið minna rann­sakaðir en aðrir.

„Oft, þegar við hugs­um um gervi­greind, hugs­um við um hana í tengsl­um við skil­virkni en hér er hún meira að ýta und­ir for­vitni,“ sagði Car­re.

Hallargarður Versala.
Hall­argarður Versala. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert