Íran muni verja „lögmæt réttindi“ sín

Íranar fagna vopnahléi milli Írans og Ísraels.
Íranar fagna vopnahléi milli Írans og Ísraels. AFP/Atta Kenare

Masoud Pezes­hki­an for­seti Írans seg­ir landið sitt ekki sækj­ast eft­ir kjarn­orku­vopn­um en það muni halda áfram að verja „lög­mæt rétt­indi“ sín í friðsam­legri notk­un kjarn­orku.

Í sím­tali við for­seta Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæm­anna, Mohammed bin Zayed, sagði Pezes­hki­an að Ísra­el og Banda­rík­in geti ekki náð fram „ósann­gjörn­um vænt­ing­um sín­um með valdi“. Sagði hann að Íran hefði neyðst til að verja sig, og hann vonaði að Íran­ar myndu ekki neyðast aft­ur til þess að berj­ast.

„Við ætl­umst til þess að þú út­skýr­ir fyr­ir þeim, í viðskipt­um þínum við Banda­rík­in, að íslamska lýðveldið Íran sé aðeins að reyna að verja lög­mæt rétt­indi sín. Það hef­ur aldrei sóst eft­ir að eign­ast kjarn­orku­vopn og sæk­ist ekki eft­ir því núna,“ sagði for­seti Írans við starfs­bróður sinn og bætti við að Íran væri „til­búið til að leysa vanda­málið við samn­inga­borðið“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert