Ísrael og Íran samþykkja vopnahlé

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, Ayatollah Ali Khamenei, æðsti klerkur Írans, …
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, Ayatollah Ali Khamenei, æðsti klerkur Írans, og Donald Trump Bandaríkjaforseti. Samsett mynd/AFP

Bæði yf­ir­völd í Ísra­el og Íran hafa samþykkt vopna­hléstil­lögu Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta.

Yf­ir­völd í Íran til­kynntu í nótt um að hafa samþykkt vopna­hléstil­lögu Trumps, að því er fram kem­ur hjá rík­is­miðlin­um þar í landi.  

Yf­ir­völd í Ísra­el gáfu út yf­ir­lýs­ingu sama efn­is fyr­ir skemmstu þar sem kem­ur fram að „Ísra­el mun bregðast við öll­um brot­um á vopna­hlé­inu af miklu afli“.

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti til­kynnti í gær­kvöldi að Ísra­el­ar og Íran­ar hefðu samið um alls­herj­ar­vopna­hlé í átök­um sín­um, sem staðið hafa yfir í tólf daga.

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.
Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els. AFP/​Jack Guez

Náðu mark­miðum sín­um í Íran

Yf­ir­völd í Ísra­el segja að þau hafi samþykkt til­lögu að vopna­hléi eft­ir að hafa „náð mark­miðum“ árása sinna á Íran.

Sam­kvæmt yf­ir­lýs­ingu þeirra hef­ur Ísra­el eytt „tvö­faldri bráðri til­vistarógn“ (e. „dual immedia­te ex­istential threat“) Írans af kjarn­orku­vopn­um og skot­flaug­um.

Þar seg­ir einnig að Ísra­el hafi „valdið al­var­legu tjóni á hernaðarfor­ystu [Írans] og eyðilagt tugi mik­il­vægra skot­marka á ír­önsk stjórn­völd“. 

Í yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir enn frem­ur að ísra­elsk­ar her­sveit­ir hafi á síðasta sól­ar­hring gert mikla árás á stjórn­völd í hjarta Teher­an og fellt hundruð Basij-liða. Einnig hafi verið felld­ur hátt­sett­ur kjarn­orku­vís­indamaður.

„Ísra­el þakk­ar Trump for­seta og Banda­ríkj­un­um fyr­ir stuðning þeirra við varn­ir og þátt­töku þeirra í að út­rýma ír­anskri kjarn­orkuógn,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert