Stálu launum knattspyrnumanna

Brasilíumaðurinn Gabigol var meðal fórnarlamba svikaranna.
Brasilíumaðurinn Gabigol var meðal fórnarlamba svikaranna. AFP

Bras­il­ísk yf­ir­völd hafa upp­rætt glæpa­hring sem stal laun­um knatt­spyrnu­manna. Sam­tals stálu hrapp­arn­ir því sem nem­ur millj­ón real eða því sem nem­ur rúm­um 22 millj­ón­um króna.

Gerðu svika­hrapp­arn­ir það með því að stofna banka­reikn­ing í nafni leik­manna úr bras­il­ísku deild­inni með fölsuðum skil­ríkj­um. Því næst sendu þeir tölvu­póst á knatt­spyrnu­fé­lög­in og óskuðu eft­ir því að laun yrðu lögð inn á viðkom­andi reikn­inga. Yf­ir­völd sögðu ekki hvaða leik­menn hefðu orðið fyr­ir barðinu á svik­un­um en bras­il­ísk­ir fjöl­miðlar segja að meðal ann­ara hafi sókn­ar­maður Cruzeira, Gabi­gol og Walter Kannem­ann, leikmaður Grem­io, verið meðal fórn­ar­lamba.

Fengu tjónið bætt 

Í yf­ir­lýs­ingu frá lög­reglu seg­ir að um 13% af fénu hafi verið end­ur­heimt en að um leið og pen­ing­arn­ir voru lagðir inn á reikn­inga hafi þeir verið tekn­ir út í hraðbanka, þeir milli­færðir á aðra reikn­inga eða notaðir við kaup á dýr­um mun­um.

Fölsk nía 

Um­rædd­ir leik­menn fengu tjónið bætt af bönk­um sem féllu í gildruna. Lög­regla gaf aðgerðunum dul­nefnið „fölsk nía“ en það er hug­tak sem er knatt­spyrnu­unn­end­um tamt og vís­ar til stöðu leik­manns á knatt­spyrnu­velli. Ekki kem­ur fram hve marg­ir voru hand­tekn­ir vegna máls­ins en refsiramm­inn er allt að 33 ára fang­elsi fyr­ir fjár­svik, fram­vís­un falskra skil­ríkja, skipu­lagða glæp­a­starf­semi og pen­ingaþvætti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert