Birnir brutust út úr dýragarði

Fjögurra ára birnirnir, Mish og Lucy, brutust úr búri sínu …
Fjögurra ára birnirnir, Mish og Lucy, brutust úr búri sínu til að gúffa í sig vikubirgðum af hunangi og sofna svo. AFP/Wildwood Trust

Tveir ung­ir birn­ir sluppu úr búri sínu í Wildwood-dýrag­arðinum í Bretlandi í gær og átu viku­birgðir af hun­angi úr mat­ar­geymsl­unni áður en þeir sofnuðu.

Systkin­in Mish og Lucy sem bæði eru fjög­urra ára göm­ul sluppu úr búri sínu í Wildwood Devon í suðvest­ur­hluta Eng­lands, að sögn The Guar­di­an.

Leið þeirra lá beint í mat­ar­geymsl­una þar sem þau gæddu sér á veit­ing­um, þar á meðal sjö daga birgðum af hun­angi, seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá garðinum.

Birn­irn­ir „ógnuðu al­menn­ingi aldrei á nein­um tíma­punkti“ þó að gest­um á staðnum hafi verið fylgt í ör­uggt skjól.

Uppá­kom­an stóð yfir í klukku­stund og voru birn­irn­ir „stöðugt vaktaðir bæði á jörðu niðri og í gegn­um eft­ir­lits­mynda­vél­ar“ þar til um­sjón­ar­menn komu þeim aft­ur í búrið sitt og þeir „sofnuðu sam­stund­is,“ sam­kvæmt tals­manni dýrag­arðsins. Lög­regl­an kom á staðinn til að rann­saka hvernig dýr­in náðu að sleppa út.

Mish og Lucy voru tek­in í um­sjá Wildwood árið 2021 eft­ir að móðir þeirra yf­ir­gaf þau í snjó­skafli í al­bönsku fjöll­un­um.

Marg­ar til­raun­ir voru gerðar til að koma hún­un­um aft­ur út í nátt­úr­una en fljót­lega varð ljóst að þau gætu ekki lifað af á eig­in spýt­ur.

Mynd­skeið náðist af glæpn­um:

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert