Íranski byltingarvörðurinn tilkynnti í gær að Evrópubúi hefði verið handtekinn í suðurhluta landsins grunaður um njósnir. Byltingarvörðurinn segir hinn meinta njósnara hafa komið til Íran dulbúinn sem ferðamaður.
Vopnahlé á milli Írans og Ísraels var samþykkt af fulltrúum ríkjanna tveggja í gærmorgun. Sérfræðingar leyfa sér þó að efast um að vopnahléið muni halda.
Evrópubúinn sem handtekinn var í Íran er síður en svo sá fyrsti sem handtekinn er í landinu á síðastliðnum dögum grunaður um njósnir. Yfirvöld í Íran hafa sagt að réttarhöld yfir meintum njósnurum verði kláruð á skömmum tíma.
Írönsk stjórnvöld hafa síðastliðna daga tekið njósnara af lífi en á sunnudaginn var Ísraelsmaður meðal annars hengdur grunaður um að stunda njósnir fyrir Mossad, leyniþjónustu Ísraela.