Evrópumaður handtekinn fyrir njósnir í Íran

Vopnahlé hefur tekið gildi í átökum á milli Ísraels og …
Vopnahlé hefur tekið gildi í átökum á milli Ísraels og Íran en sérfræðingar efast þó um að það haldi. AFP

Íranski bylt­ing­ar­vörður­inn til­kynnti í gær að Evr­ópu­búi hefði verið hand­tek­inn í suður­hluta lands­ins grunaður um njósn­ir. Bylt­ing­ar­vörður­inn seg­ir hinn meinta njósn­ara hafa komið til Íran dul­bú­inn sem ferðamaður. 

Vopna­hlé á milli Írans og Ísra­els var samþykkt af full­trú­um ríkj­anna tveggja í gær­morg­un. Sér­fræðing­ar leyfa sér þó að ef­ast um að vopna­hléið muni halda. 

Evr­ópu­bú­inn sem hand­tek­inn var í Íran er síður en svo sá fyrsti sem hand­tek­inn er í land­inu á síðastliðnum dög­um grunaður um njósn­ir. Yf­ir­völd í Íran hafa sagt að rétt­ar­höld yfir meint­um njósn­ur­um verði kláruð á skömm­um tíma. 

Írönsk stjórn­völd hafa síðastliðna daga tekið njósn­ara af lífi en á sunnu­dag­inn var Ísra­elsmaður meðal ann­ars hengd­ur grunaður um að stunda njósn­ir fyr­ir Mossad, leyniþjón­ustu Ísra­ela. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert