„Möguleiki“ að Rússar ráðist á fleiri lönd

Donald Trump á fundinum í dag. Við hlið hans stendur …
Donald Trump á fundinum í dag. Við hlið hans stendur Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti sagði í ávarpi sínu á fundi Atlants­hafs­banda­lags­ins í Haag í dag að það væri mögu­leiki á því að Vla­dimir Pútín Rúss­lands­for­seti myndi ráðast á fleiri lönd en Úkraínu í Evr­ópu.

Þá sagði hann friðarum­leit­an­ir í Úkraínu hafi reynst erfiðari en hann bjóst við fyr­ir­fram og að Pútín hefði reynst „erfiðari“ en hann bjóst við. „Ég lít á hann sem ein­stak­ling sem er á villi­göt­um,“ seg­ir Trump um Pútín.

Pútín hafi boðið Trump hjálp

Þá upp­lýsti Trump um það að Pútín hefði hringt í sig til að bjóða fram hjálp sína í þeim átök­um sem hafa átt sér stað í Mið-Aust­ur­lönd­um und­an­farið. Sagði hann hafa viljað vera millilið í um­leit­un­um um frið á milli Banda­ríkj­anna, Ísra­els og Íran.

„Hann hringdi í mig um dag­inn og sagði: Get ég hjálpað þér með Íran. Ég sagði, nei, þú get­ur hjálpað mér með Rúss­land,“ seg­ir Trump.

Þá sagðist hann trúa því að Pútín vildi kom­ast úr átök­un­um í Úkraínu. Áður en Trump komst í embætti að nýju í Hvíta hús­inu sagðist hann getað endað átök­in í Úkraínu á 24 stund­um en sagði í dag: „Samn­ingaviðræðurn­ar eru erfiðari en nokk­ur hélt að þær myndu verða“ og bætti við: „Pútín er erfiðari.“

Ræddi um að selja Úkraínu­mönn­um eld­flaug­ar­varn­ar­kerfi

Þá greindi hann frá því að hann hafi átt góðan fund með Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seta og að til umræðu hafi komið að selja Úkraínu­mönn­um Pat­riot eld­flaug­ar­varn­ar­kerfi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert