Munu ræða við Íran: Telur stríðinu lokið

Spurður hves vegna hann væri svona öruggur að fullyrða að …
Spurður hves vegna hann væri svona öruggur að fullyrða að stríðinu væri lokið svaraði Trump: „Ég dílaði við báða og báðir eru þreyttir, alveg úrvinda“. Samsett mynd/AFP/Atta Kenare/Piroschka Van De Wouw/Evelyn Hockstein

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti seg­ir Banda­rík­in munu ræða við Íran í næstu viku, með mögu­legt sam­komu­lag á borðinu um kjarn­orku­áætlun lands­ins.

„Við ætl­um að ræða við þá í næstu viku, við Íran, við gæt­um skrifað und­ir sam­komu­lag, ég veit það ekki,“ sagði for­set­inn.

Tel­ur stríðinu lokið

Trump seg­ist telja stríðinu milli Írans og Ísra­els lokið, báðar hliðar vilji ólm­ar ljúka átök­un­um.

Spurður hvers vegna hann væri svona ör­ugg­ur með slíka full­yrðingu svaraði for­set­inn blaðamönn­um: „Ég glímdi við báða og báðir eru þreytt­ir, al­veg úr­vinda“.

„Þeir börðust af mjög, mjög mikl­um krafti og mjög grimmt, mjög of­beld­is­fullt, og þeir voru báðir til í að fara heim og koma sér út,“ sagði Trump.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert