Sótti um 647 störf: Er háskólanám þess virði?

Morgan telur notkun fyrirtækja á gervigreind sem hluta af ráðningarferli …
Morgan telur notkun fyrirtækja á gervigreind sem hluta af ráðningarferli þeirra geta verið ástæðu þess að hún komst ekki mjög langt í umsóknarferlum einhverra fyrirtækja. Upphaflega hefði ferilskrá hennar ekki verið skrifuð í þeim stíl sem auðvelt væri fyrir gervigreind að lesa. AFP

Ung kona sótti um yfir 600 störf að loknu há­skóla­námi og var nærri því að gef­ast upp á at­vinnu­leit, en eft­ir starfs­um­sókn núm­er 647 var henni loks boðið end­ur­skoðand­astarf.

Eft­ir 18 mánaða at­vinnu­leit velti Caitlin Morg­an þó fyr­ir sér hvort fjög­urra ára há­skóla­nám væri þess virði.

Nýj­ustu rann­sókn­ir frá Institu­te of Stu­dent Empl­oyers sýna að sam­keppni um störf eft­ir há­skóla­nám er meiri en nokkru sinni fyrr, á síðasta ári höfðu 1,2 millj­ón­ir ný­lega út­skrifaðra há­skóla­nema bar­ist um aðeins 17.000 laus störf.

„Ég vann hörðum hönd­um að gráðunni minni og hafði reynslu“

Morg­an setti sér mark­mið um að senda tvær starfs­um­sókn­ir á dag og var um leið hafnað 150 sinn­um og heyrði ekki til baka frá öðrum 271 um­sókn­um.

„Ég lagði svo mikla vinnu í um­sókn­irn­ar mín­ar og svo mik­inn tíma að þegar ég heyrði ekki til baka frá þeim velti ég því bara fyr­ir mér hvað var það sem lét um­sókn­ina mína ekki eiga það skilið.“

Morg­an lauk eins árs starfs­námi sem hluti af fjár­mála- og bók­halds­gráðu sinni við Sw­an­sea-há­skól­ann í Bretlandi og vonaði að það myndi hjálpa henni að skera sig úr hópn­um þegar hún sótti um störf að nám­inu loknu.

Í staðinn er hún með yf­ir­lit yfir hafn­an­ir sem ná aft­ur til sept­em­ber 2023.

„Ég vann hörðum hönd­um að gráðunni minni og hafði reynslu, svo að ég hugsaði bara: var þetta þess virði? Á tíma­bili var ég al­gjör­lega búin að missa metnaðinn og trúði ekki leng­ur á að fara í há­skóla eða fá gráður."

Tel­ur notk­un fyr­ir­tækja á gervi­greind eiga í hlut

Morg­an tel­ur notk­un fyr­ir­tækja á gervi­greind sem hluta af ráðning­ar­ferli þeirra geta verið ástæðu þess að hún komst ekki mjög langt í um­sókn­ar­ferl­um ein­hverra fyr­ir­tækja. Upp­haf­lega hefði fer­il­skrá henn­ar ekki verið skrifuð í þeim stíl sem auðvelt væri fyr­ir gervi­greind að lesa.

„Ég var bara að fá hafn­an­ir um leið, en eft­ir að hafa lagað fer­il­skrána náði ég stund­um lengra í ferl­inu,“ sagði Morg­an.

„Ef ég hefði vitað það frá upp­hafi hefði það hjálpað mér með aðrar starfs­um­sókn­ir.“

188 manns sóttu um hvert ein­asta starf

Ca­til­in komst áfram í um­sókn­ar­ferl­inu fyr­ir 221 af 647 störf­um og fór í fimm lokaviðtöl áður en hún fékk vinnu.

Miðað við nýj­ustu gögn bár­ust að meðaltali 140 um­sókn­ir fyr­ir hvert laust starf árið 2024. Institu­te of Stu­dent Empl­oyers ræddi við 145 fyr­ir­tæki sem réðu um 40.000 ný­út­skrifaða há­skóla­nem­end­ur og komst að því að fjöldi um­sókna væri sá mesti í 30 ár – meira en 50% hækk­un frá ár­inu 2023.

Gögn­in sýna einnig að þegar kom að störf­um í fjár­mála­geir­an­um, eins og þeim sem Morg­an sótti um, sóttu að meðaltali 188 manns um hvert starf.

Í kjöl­far margra mánaða óvissu eft­ir út­skrift í fyrra hef­ur Morg­an verið boðið sitt fyrsta starf eft­ir út­skrift og mun flytja frá heim­ili sínu í Tin­tern, Mon­mouths­hire, til London í sept­em­ber, til að verða end­ur­skoðanda nemi.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert