Ung kona sótti um yfir 600 störf að loknu háskólanámi og var nærri því að gefast upp á atvinnuleit, en eftir starfsumsókn númer 647 var henni loks boðið endurskoðandastarf.
Eftir 18 mánaða atvinnuleit velti Caitlin Morgan þó fyrir sér hvort fjögurra ára háskólanám væri þess virði.
Nýjustu rannsóknir frá Institute of Student Employers sýna að samkeppni um störf eftir háskólanám er meiri en nokkru sinni fyrr, á síðasta ári höfðu 1,2 milljónir nýlega útskrifaðra háskólanema barist um aðeins 17.000 laus störf.
Morgan setti sér markmið um að senda tvær starfsumsóknir á dag og var um leið hafnað 150 sinnum og heyrði ekki til baka frá öðrum 271 umsóknum.
„Ég lagði svo mikla vinnu í umsóknirnar mínar og svo mikinn tíma að þegar ég heyrði ekki til baka frá þeim velti ég því bara fyrir mér hvað var það sem lét umsóknina mína ekki eiga það skilið.“
Morgan lauk eins árs starfsnámi sem hluti af fjármála- og bókhaldsgráðu sinni við Swansea-háskólann í Bretlandi og vonaði að það myndi hjálpa henni að skera sig úr hópnum þegar hún sótti um störf að náminu loknu.
Í staðinn er hún með yfirlit yfir hafnanir sem ná aftur til september 2023.
„Ég vann hörðum höndum að gráðunni minni og hafði reynslu, svo að ég hugsaði bara: var þetta þess virði? Á tímabili var ég algjörlega búin að missa metnaðinn og trúði ekki lengur á að fara í háskóla eða fá gráður."
Morgan telur notkun fyrirtækja á gervigreind sem hluta af ráðningarferli þeirra geta verið ástæðu þess að hún komst ekki mjög langt í umsóknarferlum einhverra fyrirtækja. Upphaflega hefði ferilskrá hennar ekki verið skrifuð í þeim stíl sem auðvelt væri fyrir gervigreind að lesa.
„Ég var bara að fá hafnanir um leið, en eftir að hafa lagað ferilskrána náði ég stundum lengra í ferlinu,“ sagði Morgan.
„Ef ég hefði vitað það frá upphafi hefði það hjálpað mér með aðrar starfsumsóknir.“
Catilin komst áfram í umsóknarferlinu fyrir 221 af 647 störfum og fór í fimm lokaviðtöl áður en hún fékk vinnu.
Miðað við nýjustu gögn bárust að meðaltali 140 umsóknir fyrir hvert laust starf árið 2024. Institute of Student Employers ræddi við 145 fyrirtæki sem réðu um 40.000 nýútskrifaða háskólanemendur og komst að því að fjöldi umsókna væri sá mesti í 30 ár – meira en 50% hækkun frá árinu 2023.
Gögnin sýna einnig að þegar kom að störfum í fjármálageiranum, eins og þeim sem Morgan sótti um, sóttu að meðaltali 188 manns um hvert starf.
Í kjölfar margra mánaða óvissu eftir útskrift í fyrra hefur Morgan verið boðið sitt fyrsta starf eftir útskrift og mun flytja frá heimili sínu í Tintern, Monmouthshire, til London í september, til að verða endurskoðanda nemi.