CIA segir tjónið verulegt

Hvað sem rétt reynist, þá eru flestir sammála um að …
Hvað sem rétt reynist, þá eru flestir sammála um að erfitt sé að meta skaðann svo snemma eftir árásina. AFP

Yf­ir­maður banda­rísku leyniþjón­ust­unn­ar CIA seg­ir stofn­un­ina búa yfir gögn­um sem sanni að árás­ir Banda­ríkja­manna á kjarn­orku­innviði Írans hafi valdið veru­leg­um skaða. Stjórn­völd í Íran hafa einnig viður­kennt að skaðinn sé mik­ill.

John Ratclif­fe, for­stjóri banda­rísku njósnaþjón­ust­unn­ar, seg­ir að lyk­ilstaðir hafi verið eyðilagðir, þó að hann gangi ekki svo langt að lýsa því yfir að kjarn­orku­áætlun Írans hafi verið út­rýmt al­gjör­lega.

„CIA get­ur staðfest að trú­verðugar upp­lýs­ing­ar benda til þess að kjarn­orku­áætlun Írans hafi orðið fyr­ir al­var­legu tjóni vegna ný­legra, mark­vissra árása. Þetta fel­ur í sér nýj­ar upp­lýs­ing­ar frá sögu­lega áreiðan­leg­um og ná­kvæm­um upp­lýs­inga­veit­um/​aðferðum sem sýna að nokkr­ar lyk­ilkjarn­orku­stöðvar Írans hafi verið eyðilagðar og myndi taka nokk­ur ár að end­ur­byggja,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni

Íran­ar segja að skaðinn sé mik­ill

Skýrslu banda­rísku leyniþjón­ust­unn­ar varn­ar­mála (DIA) var lekið í fjöl­miðla í gær og sam­kvæmt fyrstu fregn­um frá fjöl­miðlum vest­an­hafs þá full­yrti skýrsl­an að Banda­rík­in hefðu aðeins tafið kjarn­orku­áætlun Írana um nokkra mánuði.

Aft­ur á móti fylgdi ekki fyrstu frétt­um að það mat sem kom fram í skýrsl­unni væri byggt á „litl­um áreiðan­leika.“

Nokkr­um tím­um eft­ir að skýrsl­an kom út var Es­ma­eil Baqa­ei, ut­an­rík­is­ráðherra Írans, í viðtali hjá Al Jazeera þar sem hann viður­kenndi að skaðinn væri mik­ill.

„Kjarn­orku­mann­virki okk­ar hafa orðið fyr­ir mikl­um skemmd­um, það er víst, því þau hafa orðið fyr­ir end­ur­tekn­um árás­um ísra­elskra og banda­rískra árás­araðila,“ sagði Baqa­ei við frétta­stof­una.

Blaðamanna­fund­ur síðar í dag

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur hafnað frétt­um um að Banda­ríkja­menn hafi ekki náð mark­miðum sín­um um að leggja í rúst Is­fan, Natans og For­do al­veg eins og aðrir hátt­sett­ir emb­ætt­is­menn Banda­ríkj­anna.

Hann hef­ur gefið það út að Pete Heg­seth, varn­ar­málaráðherra Banda­ríkj­anna, og aðrir hátt­sett­ir menn í hern­um muni halda „áhuga­verðan og óhrekj­an­leg­an“ blaðamanna­fund í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert