Leiðtogar tveggja stærstu hagkerfa Evrópu, Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Friedrich Merz kanslari Þýskalands hafa hvatt Brussel til að ná „fljótlegum“ viðskiptasamningi við Bandaríkin, en tollar Bandaríkjastjórnar gagnvart ESB eiga að ganga í gildi 9. júlí nk.
„Við höfum hvatt forseta framkvæmdastjórnarinnar til að ná nú fljótlega samkomulagi við Bandaríkjamenn, á þessum tæplega tveimur vikum sem eftir eru af frestinum,“ sagði Merz við blaðamenn AFP-fréttastofunnar.
„Frakkland er hlynnt því að ná fljótt samkomulagi, við viljum ekki að það dragist að eilífu,“ sagði Macron og bætti þó við að Evrópuþjóðir „vilja ekki samning sama hvað hann kostar.“