Merz og Macron hvetja til samninga við Bandaríkin

AFP/Kin Cheung

Leiðtog­ar tveggja stærstu hag­kerfa Evr­ópu, Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti og Friedrich Merz kansl­ari Þýska­lands hafa hvatt Brus­sel til að ná „fljót­leg­um“ viðskipta­samn­ingi við Banda­rík­in, en toll­ar Banda­ríkja­stjórn­ar gagn­vart ESB eiga að ganga í gildi 9. júlí nk.

„Við höf­um hvatt for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar til að ná nú fljót­lega sam­komu­lagi við Banda­ríkja­menn, á þess­um tæp­lega tveim­ur vik­um sem eft­ir eru af frest­in­um,“ sagði Merz við blaðamenn AFP-frétta­stof­unn­ar.

„Frakk­land er hlynnt því að ná fljótt sam­komu­lagi, við vilj­um ekki að það drag­ist að ei­lífu,“ sagði Macron og bætti þó við að Evr­ópuþjóðir „vilja ekki samn­ing sama hvað hann kost­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert