Nauðlending í Noregi

Farþegaflugvél nauðlenti á flugvellinum í Bodø í Noregi nú fyrir …
Farþegaflugvél nauðlenti á flugvellinum í Bodø í Noregi nú fyrir skömmu. Ljósmynd/Wikipedia.org/Lars Røed Hansen

Farþega­flug­vél með 33 farþega inn­an­borðs nauðlenti fyr­ir klukku­stund á flug­vell­in­um í Bodø í Nor­d­land-fylki í Nor­egi eft­ir að hafa hafið sig til flugs þar skömmu áður. Frá þessu grein­ir lög­regl­an í Nor­d­land á sam­fé­lags­miðlum.

Það var klukk­an 09.08 sem vél­in fór í loftið, að sögn Kenn­eths Magn­us­sen lög­reglu­v­arðstjóra, það er 07.08 að ís­lensk­um tíma. Ekki er enn ljóst hvað það var ná­kvæm­lega sem úr­skeiðis fór, en ekki liðu nema nokkr­ar mín­út­ur þar til flug­stjóri til­kynnti um bil­un í hreyfli vél­ar­inn­ar og bað um heim­ild til nauðlend­ing­ar.

Kom vél­in inn til lend­ing­ar skömmu síðar og lenti klukk­an 09.27, tæp­um 20 mín­út­um eft­ir að hún hóf sig til flugs og var slökkvilið þá til reiðu við flug­braut­ina ásamt öðrum viðbragðsaðilum.

Lend­ing­in gekk vel og eng­an um borð sakaði, eft­ir því sem lög­regla seg­ir af at­vik­inu.

VG

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert