Skyttur á þremur bifreiðum

Svo virðist sem til skotbardaga hafi komið við Rommen í …
Svo virðist sem til skotbardaga hafi komið við Rommen í Ósló í gærkvöldi og áttu þar hópar á þremur bifreiðum hlut að máli. Fimm hafa verið handteknir vegna málsins. mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

Lög­regl­an í Ósló rann­sak­ar nú skot­b­ar­daga sem til kom við Romm­en þar í borg­inni á ní­unda tím­an­um í gær­kvöldi að norsk­um tíma, en þar virðast þrír hóp­ar, sem óku sam­tals þrem­ur bif­reiðum, hafa troðið illsak­ir sín á milli og látið vopn­in tala.

Barst lög­reglu til­kynn­ing um fjölda skot­hvella og sendi bif­reiðar á vett­vang þar sem fimm manns í BMW-bif­reið hitt­ust fyr­ir og voru þegar hand­tekn­ir, eft­ir því sem Yvonne Bjert­næs, yf­ir­maður rann­sókn­ar­deild­ar Ósló­ar­lög­regl­unn­ar, grein­ir norska rík­is­út­varp­inu NRK frá.

Grun­ar að upp­gjör hafi átt sér stað

„Málið er á viðkvæmu stigi svo ég get ekki látið meira uppi eins og er,“ seg­ir Bjert­næs enn frem­ur, en Kristian Digra­nes, sem stjórnaði aðgerðum lög­reglu á vett­vangi, sagði við rík­is­út­varpið í gær­kvöldi að nú riði á að kom­ast að því hvað vakað hefði fyr­ir skot­mönn­un­um.

Seg­ir Digra­nes leit nú standa yfir að hinum tveim­ur bif­reiðunum sem komu við sögu í mál­inu og fari sú leit fram jafnt úr lofti sem á jörðu niðri.

„Okk­ur grun­ar að hér hafi inn­byrðis upp­gjör átt sér stað,“ seg­ir Digra­nes að lok­um og hvet­ur vitni að skot­b­ar­dag­an­um við Romm­en til að setja sig í sam­band við lög­reglu.

NRK

VG

Avisa Oslo

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert