Norðmenn framselja mann til Rúanda

Andstæður í Rúanda. Barn hallar sér að mjúku brjósti móður …
Andstæður í Rúanda. Barn hallar sér að mjúku brjósti móður sinnar sem hallar sér að gaddavír. Ljósmynd/Jan Grarup

Har­ald­ur Nor­egs­kon­ung­ur úr­sk­urðaði á rík­is­ráðsfundi í dag, en sú sam­koma fer með æðsta ákvörðun­ar­vald norska rík­is­ins og sam­an­stend­ur af kon­ungi og rík­is­stjórn, að ónafn­greind­ur maður, bú­sett­ur í bæn­um Sand­nes í Roga­land-fylki, skuli fram­seld­ur til Rú­anda þar sem hon­um er ætlað að svara til saka fyr­ir mann­dráp sem hann er grunaður um að hafa framið árið 1994 þegar öfga­menn Hútúa myrtu 800.000 manns af Tút­sí-ætt­bálki í blóðugri borg­ara­styrj­öld.

Norska rann­sókn­ar­lög­regl­an Kripos hand­tók mann­inn árið 2022 og tveim­ur árum síðar, 2024, úr­sk­urðaði norska milli­dóm­stigið lög­manns­rétt­ur að framsal hans til stjórn­valda í Rú­anda teld­ist lög­um sam­kvæmt. Staðfesti lög­manns­rétt­ur þar með dóm héraðsdóms, en Hæstirétt­ur Nor­egs frá­vísaði áfrýj­un og stóð dóm­ur lög­manns­rétt­ar því óraskaður.+

Í sam­ræmi við alþjóðasamn­inga

Dóms­málaráðuneyti Nor­egs úr­sk­urðaði í fe­brú­ar að framsal skyldi fara fram og sagði í rök­stuðningi sín­um að Nor­egi bæri skylda til framsals sam­kvæmt sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna um þjóðarmorð. Grunaði kærði úr­sk­urðinn sem gekk þá til meðferðar kon­ungs í rík­is­ráði sem úr­sk­urðaði í dag að framsal skyldi eiga sér stað.

„Framsalskraf­an hef­ur hlotið meðferð allra dóm­stiga og tveggja stjórn­sýslu­stofn­ana,“ er haft eft­ir Theu Elise Kjæra­as, ákæru­valds­full­trúa rann­sókn­ar­lög­regl­unn­ar Kripos, í frétta­til­kynn­ingu. „Grunaði verður nú fram­seld­ur til Rú­anda þar sem réttað verður yfir hon­um fyr­ir þátt­töku í þjóðarmorði. Er það í sam­ræmi við alþjóðlega samn­inga að refsi­málið sé rekið þar sem af­brotið var framið,“ seg­ir þar enn frem­ur.

TV2

NRK

VG

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert