Palestine Action skipuleggja skemmdarverk

Breska lögreglan handtekur mótmælanda í kjölfar tilkynningar innanríkisráðherra um að …
Breska lögreglan handtekur mótmælanda í kjölfar tilkynningar innanríkisráðherra um að banna ætti samtökin Palestine Action. AFP/Henry Nicholls

Sam­tök­in Palest­ine Acti­on, sem til stend­ur að banna sam­kvæmt hryðju­verka­lög­um í Bretlandi, skipu­leggja nú skemmd­ar­verk víða um landið, þar á meðal á her­stöð flug­hers­ins og verk­smiðju sem fram­leiðir dróna.

Þetta kem­ur fram í um­fjöll­un breska blaðsins Tel­egraph. 

Yvette Cooper, inn­an­rík­is­ráðherra Bret­lands, seg­ist ætla að banna sam­tök­in sam­kvæmt bresk­um lög­um um hryðju­verk.

14 ára dóm­ur fyr­ir að styðja sam­tök­in

Ákvörðun Cooper kem­ur í kjöl­far þess að liðsmenn sam­tak­anna brut­ust inn í Brize Nort­on-her­stöðina og spreyjuðu rauðum lit á tvær herflug­vél­ar. Mót­mæli brut­ust út í kjöl­farið og voru 13 hand­tekn­ir.

Verði bannið samþykkt í breska þing­inu verða sam­tök­in svo gott sem skil­greind sem hryðju­verka­sam­tök og verður bannað með lög­um að styðja sam­tök­in. Þau sem það gera gætu átt von á allt að 14 ára fang­els­is­dómi. 

Cooper seg­ir að Palest­ine Acti­on hafi lengi unnið skemmd­ar­verk en frá ár­inu 2024 hafi sam­tök­in æ oft­ar látið til skar­ar skríða og valdið meiri skaða. Skaðinn hlaupi á millj­ón­um punda.

Á vefsíðu sam­tak­anna kem­ur fram að þau séu sam­tök sem stundi „bein­ar aðgerðir“ og noti til þess „trufl­andi aðferðir“ gegn þeim sem styðja stríðsrekst­ur Ísra­els­manna.

Þrjár her­stöðvar lík­leg­ar

Tel­egraph greindi frá því í gær að sam­tök­in hefðu bresk­ar her­stöðvar og dróna­verk­smiðju í Leicester-borg í sigt­inu.

Blaðamaður blaðsins tók upp net­fund sam­tak­anna og seg­ir hann þau standa í um­fangs­mikl­um aðgerðum til þess að fá fólk til að ganga til liðs við sam­tök­in.

Á fund­in­um kom fram að þrjár her­stöðvar breska hers­ins væru lík­leg­ast­ar sem næstu skot­mörk sam­tak­anna. Þetta eru her­stöðvarn­ar Cr­anwell, Bark­st­on Heath og Valley í Ang­les­ey í Wales. 

Fund­ar­gest­um var sagt að þeir myndu verða hluti nýrr­ar end­ur­bættr­ar bylgju af árás­um á her­stöðvar. Sam­tök­in myndu halda áfram starf­semi sinni hvort sem þau yrðu skil­greind sem hryðju­verka­sam­tök eður ei.

Fund­ar­gest­um var jafn­framt bent á hvernig þeir ættu að haga sér ef þeir yrðu hand­tekn­ir vegna gerða sinna í þágu sam­tak­anna. Sam­tök­in myndu ekki styðja þá fjár­hags­lega en myndu veita þeim „stuðning“. 

Tel­egraph I

Tel­egraph II

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert