Segist hafa bjargað lífi Khamenei

Donald Trump Bandaríkjaforseti, og Ayatollah Ali Khamenei, æðstiklerk­ur Írans.
Donald Trump Bandaríkjaforseti, og Ayatollah Ali Khamenei, æðstiklerk­ur Írans. Samsett mynd/AFP/Charly Triballeau/Atta Kenare

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti sagði á sam­fé­lags­miðlin­um Truth Social í dag að hann hefði bjargað lífi Ayatollah Ali Khamenei, æðsta klerks og leiðtoga Íran, þar sem til hafi staðið að ráða hann af dög­um.

„Ég bjargaði hon­um frá ljót­um og niður­lægj­andi dauða og hann ætl­ar ekki (einu sinni) að segja „Takk Trump for­seti“,“ sagði Trump.

Orðin lét Trump falla í kjöl­far þess að Khamenei hélt því fram að árás Banda­ríkja­manna á kjarn­orku­stöð í Frodo í síðustu viku hefði ekki skilað neinu. Þá hef­ur Khamenei sagt við landa sína að Íran hafi unnið átök­in.

Þessu er Trump ekki sam­mála og sak­ar Khamenei um vanþakk­læti.

Myndi hik­laust sprengja Íran aft­ur

„Ég vissi ná­kvæm­lega hvar hann dvaldi og leyfði hvorki Ísra­els­mönn­um né banda­ríska hern­um, sem er sá lang­stærsti og öfl­ug­asti í heim­in­um, að binda enda á líf hans,“ sagði Trump.

Þá bætti Trump því við að hann myndi hik­laust varpa fleiri sprengj­um á Íran ef hann kæm­ist á snoðir um að áætlan­ir um að koma upp kjarna­vopn­um væru í gangi. Eins ef sann­an­ir kæmu fram þess efn­is að fyrri árás hefði ekki skilað til­ætluðum ár­angri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert