Þurfa ekki að sitja kennslustundir um kynvitund

Dómurinn taldi það brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna að heimila foreldrunum …
Dómurinn taldi það brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna að heimila foreldrunum ekki að taka börnin úr kennslustundunum vegna trúar þeirra. Ljósmynd/Colourbox

For­eldr­um í Banda­ríkj­un­um er nú heim­ilt að taka börn sín úr kennslu­stund­um þar sem þeim er kennt um kyn­vit­und. Þetta geta þau gert á trú­ar­leg­um for­send­um. 

Þetta er niðurstaða Hæsta­rétt­ar Banda­ríkj­anna en nokkr­ir kristn­ir og mús­límsk­ir for­eldr­ar í Mary­land lögðu fram kæru árið 2022 þar sem þau mót­mæltu því að börn þeirra þyrftu að sitja kennslu­stund­ir í grunn- og leik­skól­um þar sem stuðst væri við bæk­ur sem fjalla um kyn­vit­und. 

Dóm­ur­inn taldi það brjóta gegn stjórn­ar­skrá Banda­ríkj­anna að heim­ila for­eldr­un­um ekki að taka börn­in úr kennslu­stund­un­um vegna trú­ar þeirra. 

Sex dóm­ar­ar í Hæsta­rétti dæmdu með kröfu for­eldr­anna á meðan að þrír greiddu at­kvæði á móti. Samu­el Alito, einn dóm­ari hjá Hæsta­rétti, sagði að um­rædd­ar kennslu­bæk­ur væru gerðar til þess að fagna ákveðnum gild­um og skoðunum. 

„Fyr­ir marga trúaða er trú­ar­legt at­hæfi þeirra mik­il­væg­ara en trú­ar­leg mennt­un barna þeirra,“ skrifaði Alito í áliti sínu um málið. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert