Nýdæmdur Dani grunaður um skotárás

Satudarah-félagar á ferð í Amsterdam árið 2011, en klúbburinn var …
Satudarah-félagar á ferð í Amsterdam árið 2011, en klúbburinn var stofnaður árið 1990. Voru Satudarah-deildir í Danmörku og Noregi leystar upp með öllu árin 2023 og '24 og telja greiningardeildir danskrar og norskrar lögreglu það enga tilviljun að klúbburinn Comanches MC hafi sprottið upp á sama tíma. AFP/Robert Vos

Dansk­ur fé­lagi í vél­hjóla­klúbbn­um Com­anches MC í Dan­mörku er meðal þeirra sem grunaðir eru um að hafa átt hlut að máli þegar til skot­b­ar­daga kom á Romm­en í Grorud-daln­um í Aust­ur-Ósló í Nor­egi á miðviku­dag­inn.

Sit­ur sá danski nú í gæslu­v­arðhaldi eft­ir að menn, eða hóp­ar manna, á þrem­ur bif­reiðum skipt­ust á skot­um. Eins og mbl.is greindi frá hafði lög­regla hend­ur í hári fimm manna á BMW-bif­reið er hún kom á vett­vang. Liggja fimm­menn­ing­arn­ir all­ir und­ir grun í mál­inu og veit lög­regla auk þess um að minnsta kosti einn mann sem skotið var á.

Dan­inn reynd­ist hafa hlotið dóm fyr­ir Héraðsdómi Ósló­ar 19. júní, við fjórða mann, fyr­ir ít­rekuð of­beld­is­brot, hót­an­ir og hand­höfn skot­vopns. Hlaut hann þá fimm mánaða dóm, en slapp við að afplána hann þar sem hann hafði setið svo lengi í gæslu­v­arðhaldi fram að rétt­ar­höld­un­um að hann tald­ist hafa afplánað refs­ingu sína.

Satu­darah í end­ur­nýj­un lífdag­anna?

Greindi hann frá því fyr­ir héraðsdómi að hann hefði komið til Nor­egs þar sem hann óttaðist um ör­yggi sitt í Dan­mörku. Hafnaði hann því al­farið að Com­anches MC væri nokkuð annað en fé­lags­skap­ur áhuga­manna um bif­hjól.

Annað telja grein­ing­ar­deild­ir lög­reglu í Dan­mörku og Nor­egi þó og benda á að Com­anches MC-klúbb­arn­ir í báðum lönd­um hafi verið stofnaðir grun­sam­lega sam­tím­is því sem hol­lenski vél­hjóla­klúbbur­inn Satu­darah var leyst­ur upp í Dan­mörku árið 2023 og bannaður í Nor­egi með dómi Héraðsdóms Ósló­ar í fyrra. Tel­ur lög­regla ein­fald­lega að Com­anches sé end­ur­holdg­un Satu­darah-klúbbs­ins.

Fimm­menn­ing­arn­ir, sem grunaðir eru um skotárás­ina á miðviku­dag­inn, sitja nú all­ir í gæslu­v­arðhaldi, en lög­regla vill ekk­ert tjá sig um hvort at­vikið teng­ist upp­gjöri glæpa­gengja.

„Rann­sókn máls­ins er skammt á veg kom­in, en uppá­kom­an virðist ekki hafa verið til­vilj­un háð,“ seg­ir Marie Steen Habber­stad, ákæru­valds­full­trúi lög­regl­unn­ar í Ósló, í sam­tali við norska rík­is­út­varpið NRK.

Usama Ahmad, verj­andi danska rík­is­borg­ar­ans, vís­ar því á bug við rík­is­út­varpið að málið teng­ist vél­hjóla­klúbb­um með nokkr­um hætti og kveður Dan­ann auk þess neita sök í mál­inu.

Lög­regla hef­ur enn ekki lagt hald á skot­vopn sem beitt var er í brýnu sló milli hóp­anna á miðviku­dag­inn.

NRK

VG

TV2 í Dan­mörku

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert