Sköllóttur Vance eða maríjúana ástæða brottvísunar

J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna er hárprúður maður. Það var hann …
J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna er hárprúður maður. Það var hann hins vegar ekki á myndinni sem finna mátti í síma Mikkelsen. AFP

Norsk­um ferðamanni, hinum 21 árs gamla Mads Mikk­el­sen, var gert að yf­ir­gefa Banda­rík­in eft­ir að landa­mæra­verðir á flug­velli urðu var­ir við skop­mynd af vara­for­set­an­um J. D. Vance í síma Mikk­el­sen.

Mads seg­ir í viðtali við BBC að landa­mæra­vörður einn hafi sagt mynd­ina vera hættu­leg­an  og öfga­kennd­an áróður. Mikk­el­sen sagði hana bara vera grín eða „meme“.

Tricia Mc­Laug­hlin, talsmaður banda­ríska heima­varn­ar­ráðuneyt­is­ins, sagði þó í færslu á X að Mikk­el­sen hafi ekki verið snúið við vegna grín­mynd­ar­inn­ar af J. D. Vance held­ur vegna þess að hann hafi viður­kennt að hafa stundað eit­ur­lyfja­notk­un. 

Mikk­el­sen brást við því og sagðist hafa viður­kennt að hafa notað maríjú­ana tvisvar um æv­ina á stöðum þar sem notk­un efn­is­ins sé lög­leg. Í um­fjöll­un BBC kem­ur fram að banda­rísk lög kveði á um að heim­ilt sé að meina fólki inn­göngu inn í landið fyr­ir eit­ur­lyfja­notk­un, þrátt fyr­ir að það hafi ekki verið ákært fyr­ir glæp.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert