Ætlar ekki að líða áframhaldandi málsókn gegn Netanjahú

Benjamín Netanjahú og Donald Trump í Hvíta húsinu í apríl.
Benjamín Netanjahú og Donald Trump í Hvíta húsinu í apríl. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti seg­ist „ekki ætla að líða“ áfram­hald­andi mál­sókn gegn Benja­mín Net­anja­hú fyr­ir spill­ingu.

„Banda­rík­in eyða millj­örðum doll­ara á ári hverju, mun meira en all­ar aðrar þjóðir, í að vernda og styðja Ísra­el. Við líðum þetta ekki,“ sagði í færslu Trumps á miðli hans, Truth Social. 

Net­anja­hú brást við með færslu á X og þakkaði for­set­an­um. „Sam­an mun­um við gera Mið-Aust­ur­lönd frá­bær aft­ur!“

Á föstu­dag hafnaði ísra­elsk­ur dóm­stóll beiðni Net­anja­hús um að fresta skýrslu­töku yfir hon­um í spill­ing­ar­máli. Í úr­sk­urði dóm­stóls­ins sagði að Net­anja­hú hefði ekki rök­stutt beiðni sína á full­nægj­andi hátt. 

Í einu máli er Net­anja­hú og eig­in­kona hans Sara sökuð um að þiggja alls kyns lúxusvör­ur frá auðkýf­ing­um, svo sem vindla, skart­gripi og kampa­vín að and­virði meira en 260 þúsund Banda­ríkja­dali, í skipt­um fyr­ir póli­tíska greiða. 

Í tveim­ur öðrum mál­um er Net­anja­hú sakaður um að hafa reynt að semja um hag­stæða um­fjöll­un hjá tveim­ur ísra­elsk­um fjöl­miðlum. 

Net­anja­hú neit­ar sök. 

Þarf að ein­beita sér að „ör­ygg­is­mál­um

Lögmaður hans sendi inn beiðni til dóm­stóls­ins um að fresta skýrslu­töku í tvær vik­ur þar sem for­sæt­is­ráðherr­ann þyrfti að ein­beita sér að „ör­ygg­is­mál­um“. 

Á miðviku­dag kom Trump Net­anja­hú til varn­ar og sagði mál­sókn­ina á hend­ur hon­um „norna­veiðar“, sams kon­ar þeim sem hann sjálf­ur sagðist hafa þurft að þola.

Í gær lýsti hann Net­anja­hú sem „stríðshetju“ og sagði málið draga at­hygli for­sæt­is­ráðherr­ans frá samn­ingaviðræðum við Íran og Ham­as. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert