Frakkar skipa fólki að drepa í

Hér eftir verður óheimilt að reykja sígarettur á ströndum í …
Hér eftir verður óheimilt að reykja sígarettur á ströndum í Frakklandi. AFP

Frá og með deg­in­um í dag eru reyk­ing­ar bannaðar á strönd­um, í al­menn­ings­görðum og víðar á al­manna­færi í Frakklandi, sam­kvæmt nýrri reglu­gerð. Bannið nær einnig til biðskýla og svæða í ná­grenni við skóla, sund­laug­ar og bóka­söfn.

Reglu­gerðin er liður í átaki heil­brigðis­yf­ir­valda til að draga úr áhrif­um óbeinna reyk­inga og stuðla að „reyk­lausri kyn­slóð“ fyr­ir árið 2032. Þá er henni ætlað að vernda börn fyr­ir óbein­um reyk­ing­um.

Bannið nær þó ekki til úti­svæða veit­ingastaða og kráa, auk þess sem rafsíga­rett­ur falla ekki und­ir nýja bannið.

Skipt­ar skoðanir meðal borg­ara

Á strönd­inni í La Por­ge, nærri Bordeaux, voru mis­jöfn viðbrögð meðal gesta.

„Mér finnst þetta fá­rán­legt. Við kom­um með ösku­bakka og pöss­um upp á okk­ur, en nú meg­um við ekki reykja í görðum eða á strönd­um,“ sagði reyk­ingamaður­inn Damien Dupo­is.

Romain Boona­ert, sem ekki reyk­ir, fagnaði hins veg­ar nýju regl­un­um.

„Það er nóg pláss, en það er aldrei skemmti­legt að fá reyk yfir sig – og sum­ir reykja annað en síga­rett­ur. Þetta minnk­ar allt vesen.“

Ekki nærri en 10 metr­um frá skól­um

Reyk­ing­ar verða einnig bannaðar í tíu metra radíus frá skól­um, bóka­söfn­um, sund­laug­um og öðrum svæðum þar sem börn eru lík­leg til að dvelja. Heil­brigðisráðuneytið hyggst birta nán­ari út­færslu á fjar­lægðarmörk­um á næstu dög­um. Brot gegn bann­inu get­ur leitt til 135 evru sekt­ar eða því sem nem­ur um 19 þúsund ís­lensk­um krón­um en að há­marki get­ur sekt­in verið 700 evr­ur eða tæp­lega 100 þúsund krón­ur.

Vilja ganga lengra

Yves Mart­inet, formaður bar­áttu­sam­taka gegn reyk­ing­um (CNCT), seg­ir bannið „skref í rétta átt“ en gagn­rýn­ir að það nái ekki til veit­ingastaða og rafsíga­retta.

„Til að regl­ur séu áhrifa­rík­ar þurfa þær að vera skýr­ar – ekk­ert tób­ak eða nikó­tín á al­manna­færi,“ seg­ir Mart­inet.

Sam­tök veit­inga- og hót­el­rek­enda mót­mæla hins veg­ar hug­mynd­um um að tak­marka reyk­ing­ar frek­ar og segja auðvelt að aðskilja reykj­andi frá öðrum gest­um.

Sam­kvæmt op­in­ber­um töl­um valda óbein­ar reyk­ing allt að 5.000 dauðsföll­um á ári í Frakklandi. Dags­reyk­ing­ar­fólki fer stöðugt fækk­andi og árið 2023 reyktu tæp­lega fjórðung­ur full­orðinna dag­lega. Tób­aksnotk­un veld­ur sam­tals um 75.000 dauðsföll­um á ári og er sagt kosta sam­fé­lagið um 156 millj­arða evra ár­lega. 

Sam­kvæmt skoðana­könn­un styðja 62 pró­sent Frakka reglu­gerðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert