Hvassviðri gerir Norðmönnum skráveifu

Ein af ferjum Color Line kemur til Hirtshals á norðurodda …
Ein af ferjum Color Line kemur til Hirtshals á norðurodda Jótlands, en þangað eru miklar ferjusiglingar frá ýmsum byggðarlögum Noregs. Ljósmynd/Anders Martinsen/Color Line

Hvassviðri í Suður- og Aust­ur-Nor­egi hef­ur gert ýmsa skrá­veif­una þar um helg­ina, svo sem við ferju­höfn­ina í Ósló þar sem Col­or Fanta­sy, ein af Dan­merk­ur­ferj­um út­gerðar­inn­ar Col­or Line, lenti í kraft­mikl­um storm­streng í morg­un og skall með skips­hliðina á bryggjukant­inn svo nokk­urt tjón hlaust af.

Erik Bryn­hilds­bakk­en, for­stjóri Col­or Line, staðfesti at­vikið við norska rík­is­út­varpið NRK skömmu eft­ir að það varð í morg­un og sagði þá unnið að því að kanna skemmd­ir á ferj­unni með það fyr­ir aug­um hvort hún næði að halda áætl­un sem hann taldi lík­legt.

„Ég var í ká­et­unni þegar ég fann helj­ar­mikið högg,“ sagði farþegi sem NRK ræddi einnig við og bætti því við að slagsíða hefði í kjöl­farið komið á ferj­una sem væri óvenju­legt.

Gróðureld­ar æða um Buskerud

Þá berst slökkvilið í Buskerud-fylki við gróðurelda í þorp­inu Lam­p­e­land sem fara hratt yfir í vind­hviðum sem mæl­ast um og yfir 20 metr­ar á sek­úndu og breiða eld­arn­ir úr sér að sögn Glenn Espen Kustner slökkviliðsvarðstjóra.

Slökkviþyrla tæmir vatnspoka sinn yfir gróðurelda í Buskerud í dag …
Slökkviþyrla tæm­ir vatns­poka sinn yfir gróðurelda í Buskerud í dag þar sem slökkviliðið hef­ur nú óskað liðsinn­is heima­varnaliðsins við slökkvi­starfið. Skjá­skot/​Mynd­skeið í frétt­um NRK

„Á nokkr­um stöðum hafa tré fallið á vegi og lokað þeim í báðar átt­ir með því að leggj­ast yfir báðar ak­rein­ar,“ seg­ir Bar­bro Even­sen Ven­hagen sem ræðir við NRK fyr­ir hönd um­ferðareft­ir­litsmiðstöðvar­inn­ar í Buskerud. Seg­ir hún tré auk þess hafa fallið á og skemmt síma- og raf­magns­lín­ur.

App­el­sínu­gul veðurviðvör­un vegna hvassviðris er nú í gildi fyr­ir fylk­in Buskerud og Inn­land­et að hluta auk þess sem gul viðvör­un gild­ir fyr­ir svæði í fylkj­un­um Sogn­sæ og Firðafylki, Mæri og Raumsdal, Suður-Þrænda­lög­um, Ag­der, Telemark og Buskerud.

Báta­eig­end­ur búi vel um hnút­ana

Vakt­haf­andi varðstjóri Aðal­björg­un­ar­miðstöðvar­inn­ar, Ho­vedredn­ings­sentra­len, Siv Namork, læt­ur þau boð út ganga að al­menn­ing­ur hugi vel að fok­gjörn­um lausa­mun­um ut­an­dyra og ekki síst að því að bát­ar séu kirfi­lega bundn­ir við bryggju, en vart finnst það byggðarlag í Nor­egi, sem land á að sjó, þar sem báta­eign er ekki nokkuð al­menn.

Norska veður­stof­an Meteorologisk institutt seg­ir á vefsíðu sinni að reikna megi með að vind lægi með kvöld­inu.

NRK

NRK-II (eld­ar í Buskerud)

VG (hús­bíll fauk út í sjó – mynd­skeið)

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert