BBC hefur beðist afsökunar

Bobby Vylan á Glastonbury tónlistarhátíðinni.
Bobby Vylan á Glastonbury tónlistarhátíðinni. AFP

Breska rík­is­út­varpið, BBC, hef­ur beðist af­sök­un­ar fyr­ir að hafa ekki stöðvað beina út­send­ingu frá tón­leik­um breskr­ar pönk­rapp­hljóm­sveit­ar á Gla­st­on­bury-tón­list­ar­hátíðinni eft­ir að hún lét falla ósæmi­leg orð um Ísra­els­her.

„Dauði, dauði, yfir IDF,“ hrópaði Bobby Vyl­an, forsprakki hljóm­sveit­ar­inn­ar, en IDF er skamm­stöf­un Ísra­els­hers.

Keir Star­mer for­sæt­is­ráðherra Bret­lands hef­ur for­dæmt hræðilega hat­ursorðræðu en millj­ón­ir manna fylgd­ust með beinni út­send­ingu frá tón­leik­un­um.

„Einn flutn­ing­ur í beinni út­send­ingu okk­ar inni­hélt um­mæli sem voru mjög móðgandi. Gyðinga­hat­ur Bobs Vyl­an var al­gjör­lega óá­sætt­an­legt og á eng­an stað í út­varps­stöðvum okk­ar. BBC virðir tján­ing­ar­frelsi en stend­ur staðfast­lega gegn hvatn­ingu til of­beld­is,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu BBC.

Í yf­ir­lýs­ingu frá stjórn­end­um tón­list­ar­hátíðar­inn­ar seg­ir:

„Við minn­um alla sem komu að skipu­lagn­ingu hátíðar­inn­ar á að það er eng­inn staður á Gla­st­on­bury fyr­ir gyðinga­hat­ur, hat­ursorðræðu eða hvatn­ingu til of­beld­is.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert