Grípa til óttastjórnunar og hóphandtaka

Æðsti klerkur og leiðtogi Írans, Ayatollah Ali Khamenei,
Æðsti klerkur og leiðtogi Írans, Ayatollah Ali Khamenei, AFP/IRIB-fréttastofa

Írönsk yf­ir­völd hafa hand­tekið ríf­lega þúsund manns og tekið tugi af lífi í þögg­un­araðgerðum eft­ir átök rík­is­ins við Ísra­el að sögn aðgerðarsinna.

Þeir saka hið íslamska ríki um að nota ótta til þess að bæta upp fyr­ir þá veik­leika stjórn­ar­inn­ar sem átök­in leiddu í ljós.

Sex hengd­ir vegna meintra njósna

Sam­kvæmt mann­rétt­inda­sam­tök­um hafa aðgerðasinn­ar verið hand­tekn­ir á göt­um úti eða á heim­il­um sín­um, af­tök­um verið flýtt, fang­ar verið flutt­ir á óþekkta staði og minni­hluta­hóp­ar einnig verið tekn­ir fyr­ir.

Sam­tök­in Iran Hum­an Rights sem hafa höfuðstöðvar í Nor­egi segja sex menn hafa verið hengda vegna gruns um að þeir hafi stundað njósn­ir fyr­ir Ísra­el, og tugi í viðbót vegna annarra stríðstengdra ásak­ana.

Ríf­lega þúsund manns hafa verið hand­tek­in síðan átök­in hóf­ust sam­kvæmt sam­tök­un­um, meiri­hluti þeirra á þeim grund­velli að gögn frá ísra­elska hern­um hafi fund­ist í sím­um þeirra.

Írönsk stjórnvöld hafa handtekið ríflega þúsund manns vegna stríðstengdra ásakana …
Írönsk stjórn­völd hafa hand­tekið ríf­lega þúsund manns vegna stríðstengdra ásak­ana síðan átök­in hóf­ust þann 13. júní. AFP/​Murtaja Lateef

Svip­ar til aðgerða árið 1988

Roya Boroumand, fram­kvæmda­stjóri mann­rétt­inda­sam­tak­ana Abdorra­hm­an Boroumand Center, seg­ir að með þess­um aðgerðum reyni ír­önsk stjórn­völd að kæfa ósætti meðal al­menn­ings.

Árás­ir Ísra­els hafi niður­lægt ír­önsk stjórn­völd og sýnt að þau hafi hvorki stjórn yfir eig­in loft­rými né getu til að vernda eig­in borg­ara.

Hún seg­ir aðgerðirn­ar minna á of­sókn­ir stjórn­valda gegn and­ófs­mönn­um í kjöl­far vopna­hlés sem bundu enda á stríð Írans við Írak sem stóð yfir á ár­un­um 1980-1988, en þeim fylgdu þúsund­ir af­taka.

„Ef ekk­ert er gert gæti of­beldið sem beint er að Írön­um beinst að öðrum utan landa­mær­anna,“ bæt­ir hún við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert