Segir gleðigöngu í Búdapest „til skammar“

Þátttökumet var slegið á laugardag þrátt fyrir lögreglubann við göngunni.
Þátttökumet var slegið á laugardag þrátt fyrir lögreglubann við göngunni. AFP/Attila Kisbenedek

For­sæt­is­ráðherra Ung­verja­lands, Vikt­or Or­ban, hef­ur sagt gleðigöng­una sem fram fór í Búdapest um helg­ina til skamm­ar.

Þrátt fyr­ir að lög­regla hafi bannað göng­una var þátt­töku­met slegið á laug­ar­dag, en skipu­leggj­end­ur telja að yfir 200.000 manns hafi gengið um stræti Búdapest fyr­ir hinseg­in rétt­ind­um á laug­ar­dag.

Meðal þátt­tak­enda voru fimm full­trú­ar Sam­tak­anna ‘78.

Seg­ir göng­una „ekki eiga að vera und­ir for­merkj­um stolts“

Stjórn­völd segja bannið við gleðigöng­unni gert til vernd­ar börn­um, en árið 2021 var það gert ólög­legt að sýna börn­um efni sem inni­held­ur LG­BTQ-vís­an­ir.

„Ég er einn þeirra sem tel það sem hér hef­ur farið fram ekki neitt til að vera stolt­ur af… mér finnst þetta til skamm­ar,“ sagði Or­ban í viðtals­broti sem birst hef­ur á sam­fé­lags­miðlum.

Voru þetta hans fyrstu viðbrögð við göng­unni, en viðtalið mun birt­ast í heild sinni seinna í kvöld.

Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands.
Vikt­or Or­ban, for­sæt­is­ráðherra Ung­verja­lands. AFP/​John Thys

Sekta þátt­tak­end­ur og fang­elsa skipu­leggj­end­ur

Áður en gang­an fór af stað sagði Or­ban að lög­regla myndi ekki stöðva göng­una, en hann varaði þátt­tak­end­ur þó við laga­leg­um af­leiðing­um.

Mynda­vél­ar voru sett­ar upp meðfram leiðinni, en vegna ný­legra laga­breyt­inga í Ung­verjalandi geta stjórn­völd nýtt and­litsþekk­ing­ar­tækni til þess að bera kennsl á þá sem tóku þátt í göng­unni.

Skipu­leggj­end­ur göng­unn­ar eiga í hættu að vera dæmd­ir í allt að eins árs fang­elsi og al­menn­ir þátt­tak­end­ur gætu þurft að greiða 500 evr­ur (71.150 kr.) í sekt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert