Að minnsta kosti 935 manns voru drepnir í Íran í 12 daga stríði landsins við Ísrael.
Íranskur ríkisfjölmiðill greindi frá þessu, næstum viku eftir að vopnahlé á milli ríkjanna tveggja tók gildi.
„Á meðan á 12 daga stríðinu stóð sem ríki síonista hóf gegn þjóð okkar, hafa 935 manns fundist sem dóu píslarvættisdauða,” sagði fréttastofan IRNA.
Vitnaði hún þar í talsmann dómsmálaráðuneytisins, Asghar Jahangir.
Af þeim sem létust voru 132 konur og 38 börn.