Segja yfir 900 hafa verið drepna í Íran

00:00
00:00

Að minnsta kosti 935 manns voru drepn­ir í Íran í 12 daga stríði lands­ins við Ísra­el.

Íransk­ur rík­is­fjöl­miðill greindi frá þessu, næst­um viku eft­ir að vopna­hlé á milli ríkj­anna tveggja tók gildi.

Íranar syrgja hermann sem var drepinn af Ísraelum í stríðinu.
Íran­ar syrgja her­mann sem var drep­inn af Ísra­el­um í stríðinu. AFP

„Á meðan á 12 daga stríðinu stóð sem ríki síon­ista hóf gegn þjóð okk­ar, hafa 935 manns fund­ist sem dóu píslar­vætt­is­dauða,” sagði frétta­stof­an IRNA.

Vitnaði hún þar í tals­mann dóms­málaráðuneyt­is­ins, Asgh­ar Jahang­ir.

Af þeim sem lét­ust voru 132 kon­ur og 38 börn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert