Tveir slökkviliðsmenn voru skotnir til bana þegar þeir unnu við að slökkva gróðurelda í hlíðum Canfield-fjalls í Idaho-fylki í Bandaríkjunum í gær.
Lögreglan hóf þegar í stað leit að árásarmanninum og seint í gærkvöld tilkynntu yfirvöld að skotmaðurinn hafi fundist látinn. Talið er að hann hafi verið einn af verki að sögn Roberts Norris, sýslumanns í Kootenai-sýslu og í kjölfarið var aflétt hættuástandi.
Lögreglan segir að ekkert sé vitað um bakgrunn árásarmannsins og hefur hún ekki staðfest hvernig maðurinn lést eða hvaða skotvopn hafi fundist en talið er að hann hafi kveikt eldinn.