Tveir slökkviliðsmenn skotnir til bana

Lögreglumenn á vettvangi.
Lögreglumenn á vettvangi. Ljósmynd/X

Tveir slökkviliðsmenn voru skotn­ir til bana þegar þeir unnu við að slökkva gróðurelda í hlíðum Can­field-fjalls í Ida­ho-fylki í Banda­ríkj­un­um í gær.

Lög­regl­an hóf þegar í stað leit að árás­ar­mann­in­um og seint í gær­kvöld til­kynntu yf­ir­völd að skot­maður­inn hafi fund­ist lát­inn. Talið er að hann hafi verið einn af verki að sögn Roberts Norr­is, sýslu­manns í Kootenai-sýslu og í kjöl­farið var aflétt hættu­ástandi.

Lög­regl­an seg­ir að ekk­ert sé vitað um bak­grunn árás­ar­manns­ins og hef­ur hún ekki staðfest hvernig  maður­inn lést eða hvaða skot­vopn hafi fund­ist en talið er að hann hafi kveikt eld­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert