Yfir 50 þúsund þurft að yfirgefa heimili sín

Vatni dreift yfir skóglendi í suðurhluta Frakklands.
Vatni dreift yfir skóglendi í suðurhluta Frakklands. AFP/Idriss Bigou-Gilles

Meira en 50 þúsund manns hafa þurft að yf­ir­gefa heim­ili sín vegna skógar­elda sem hafa geisað í Tyrklandi að und­an­förnu.

Mik­ill meiri­hluti fólks­ins býr í héraðinu Izm­ir í vest­ur­hluta lands­ins, að sögn hjálp­ar­stofn­un­ar­inn­ar AFAD.

Eld­arn­ir hóf­ust um miðjan dag í gær í héraðinu Sefer­i­his­ar, um 50 kíló­metr­um suðvest­ur af borg­inni Izm­ir. Hvassviðri átti stór­an þátt í að breiða þá út.

Mikl­ir skógar­eld­ar hafa einnig geisað í Frakklandi en hita­bylgja geng­ur nú yfir Evr­ópu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert