Meira en 50 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem hafa geisað í Tyrklandi að undanförnu.
Mikill meirihluti fólksins býr í héraðinu Izmir í vesturhluta landsins, að sögn hjálparstofnunarinnar AFAD.
Eldarnir hófust um miðjan dag í gær í héraðinu Seferihisar, um 50 kílómetrum suðvestur af borginni Izmir. Hvassviðri átti stóran þátt í að breiða þá út.
Miklir skógareldar hafa einnig geisað í Frakklandi en hitabylgja gengur nú yfir Evrópu.