Atomium lokað: Kúlurnar ofhitna

Mannvirkið Atomium í Brussel.
Mannvirkið Atomium í Brussel. AFP

Yf­ir­völd í Brus­sel í Belg­íu hafa lokað aðgengi að Atomi­um-minn­is­varðanum í borg­inni vegna mik­ils hita en hita­stigið í belg­ísku höfuðborg­inni fór hátt í 37 gráður í dag.

„Vegna mik­ils hita og bygg­ing­ar­legs eðlis mann­virk­is­ins verður hita­stigið inni í Atomi­um sér­stak­lega hátt næstu daga,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá for­svars­mönn­um minn­is­varðans, en um er að ræða stærðar­inn­ar kúl­ur úr ryðfríu stáli sem var reist árið 1958.

Hægt er að fara inn í mann­virkið sem lít­ur út eins og sam­eind. Yf­ir­völd hafa ákveðið að loka aðgengi þrem­ur og hálfri klukku­stund fyrr í dag og á morg­un vegna veðurs, en mik­il hita­bylgja geng­ur nú yfir Evr­ópu.

Það heyr­ir til tíðinda að aðgengi að Atomi­um, sem var reist fyr­ir heims­sýn­ing­una 1958, sé lokað vegna hita.

Atomi­um, sem er einn vin­sæl­asti ferðamannastaður borg­ar­inn­ar, er 102 metra há bygg­ing. Henni hef­ur aðeins einu sinni verið lokað áður af þess­ari ástæðu, eða í júlí 2019 þegar hita­stigið náði 41,8 gráðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert