Danskar konur sleppa ekki við herskyldu

Ungir danskir menn að gegna herþjónstu.
Ungir danskir menn að gegna herþjónstu. AFP

Frá og með deg­in­um í dag eru kon­ur í Dan­mörku ekki und­anþegn­ar her­skyldu í land­inu en auk þess er her­skyldu­tíma­bilið lengt úr fjór­um mánuðum upp í 11 mánuði. 

Breska rík­is­út­varpið, BBC, grein­ir frá

Hingað til hafa aðeins karl­menn í Dan­mörku þurft að sæta mögu­legri her­skyldu við 18 ára ald­ur á meðan kon­ur hafa sloppið við að gegna herþjón­ust­unni nema þær skrái sig sér­stak­lega. 

4.700 dönsk ung­menni gegndu fjög­urra mánaða herþjón­ustu á sein­asta ári og þar af var um fjórðung­ur kon­ur sem höfðu skráð sig sér­stak­lega. Með þessu nýju lög­um er ætl­un­in að fjöld­inn fari upp í 6.500 manns sem gegni þjón­ust­unni. 

Kenn­eth Strom, sem er yf­ir­maður í danska hern­um, sér um þessa teg­und herþjón­ustu. Hann seg­ir breyt­ing­arn­ar koma til vegna þess að hærra ör­ygg­is­stig sé nú í gildi í Dan­mörku og bregðast þurfi við því með því að auka herafla lands­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert