Frá og með deginum í dag eru konur í Danmörku ekki undanþegnar herskyldu í landinu en auk þess er herskyldutímabilið lengt úr fjórum mánuðum upp í 11 mánuði.
Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá.
Hingað til hafa aðeins karlmenn í Danmörku þurft að sæta mögulegri herskyldu við 18 ára aldur á meðan konur hafa sloppið við að gegna herþjónustunni nema þær skrái sig sérstaklega.
4.700 dönsk ungmenni gegndu fjögurra mánaða herþjónustu á seinasta ári og þar af var um fjórðungur konur sem höfðu skráð sig sérstaklega. Með þessu nýju lögum er ætlunin að fjöldinn fari upp í 6.500 manns sem gegni þjónustunni.
Kenneth Strom, sem er yfirmaður í danska hernum, sér um þessa tegund herþjónustu. Hann segir breytingarnar koma til vegna þess að hærra öryggisstig sé nú í gildi í Danmörku og bregðast þurfi við því með því að auka herafla landsins.