Hótar því að siga DOGE á Musk

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Elon Musk, ríkasti maður í heimi.
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Elon Musk, ríkasti maður í heimi. AFP/Roberto Schmidt

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti, hef­ur hótað því að siga hagræðing­ar­t­eymi banda­rísku rík­is­stjórn­ar­inn­ar (DOGE) á fyrr­ver­andi ráðgjafa sinn Elon Musk.

Musk var upp­runa­lega einn helsti hvatamaður þess að ráðuneytið yrði stofnað og varð síðar yf­ir­maður þess. 

Kast­ast hef­ur í kekki milli þeirra Trumps og Musk upp á síðkastið en fari svo að Trump gefi hagræðing­ar­t­eym­inu laus­an taum­inn, á Musk það á hættu að tug­millj­arða rík­is­styrk­ir og niður­greiðslur til fyr­ir­tækja hans verði skorn­ir niður. 

Mestu rík­is­styrk­ir í mann­kyns­sög­unni

„Elon gæti fengið lang­hæstu niður­greiðslur í mann­kyns­sög­unni,“ skrifaði Trump á sam­fé­lags­miðlum.

„Kannski ætt­um við að láta DOGE skoða þetta vel og vand­lega? NÓG AF PEN­ING­UM TIL AÐ SPARA ÞAR.“

„Doge er skrímslið sem gæti þurft að fara aft­ur og éta Elon. Hann fær mikla styrki,“ bætti hann við.

Gef­ur lítið fyr­ir hót­an­ir

Sam­kvæmt frétt breska rík­is­út­varps­ins hef­ur Musk hins veg­ar haldið því fram að hann sé hlynnt­ur niður­skurði Trumps.

Af færsl­um á sam­fé­lags­miðlum að dæma lét Musk sér a.m.k. fátt um finn­ast og hvatti Trump þess í stað til að skera alla styrk­ina niður.

„Ég er bók­staf­lega að segja, SKERÐU ALLT NIÐUR. Núna.“ sagði Musk á sam­fé­lags­miðlin­um X.

Musk hef­ur gagn­rýnt mjög hið svo­kallaða stóra, fal­lega frum­varp sem Banda­ríkjaþing samþykkti nú fyrr í dag.

Hef­ur hann ít­rekað bent á að frum­varpið sé aðeins til þess fallið að auka á fjár­laga­halla Banda­ríkj­anna til fram­búðar, Frum­varpið miðar að því að raun­gera mörg helstu stefnu­mál Trumps og m.a. létta skatt­byrði fólks og fyr­ir­tækja en sam­kvæmt frétt breska rík­is­út­varps­ins er áætlað að skuld­ir banda­ríska rík­is­ins gætu auk­ist um 3.000 millj­arða banda­ríkja­dala í kjöl­farið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert