Lofar að standa fast á sínu gegn Netanjahú

Donald Trump mun funda með forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanjahú, í …
Donald Trump mun funda með forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanjahú, í næstu viku. AFP/Andrew Caballero-Reynolds

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti kveðst ætla að standa fast á því að binda þurfi enda á stríðið á Gasa þegar hann fund­ar með for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, Benjam­in Net­anja­hú, í næstu viku.

Á sama tíma fær­ast hernaðaraðgerðir Ísra­els­manna í auk­ana á Gasa og Rauði kross­inn var­ar við því að sjúkra­hús geti ekki tekið á móti fleiri særðum.

Hernaðaraðgerðir Ísraels á Gasa hafa færst í aukana undanfarnar 36 …
Hernaðaraðgerðir Ísra­els á Gasa hafa færst í auk­ana und­an­farn­ar 36 klukku­stund­ir. AFP/​Jack Guez

Lof­ar að standa fast á sínu

Í ferð sinni til Flórída þar sem Trump sagðist for­set­inn lofa því að standa „mjög fast“ á af­stöðu sinni þess efn­is að stríðinu á Gasa verði að ljúka sem fyrst. „Hann (Net­anja­hú) vill það líka...hann vill líka binda endi á þetta,“ bætti hann við.

Fyrr í dag var Trump spurður hvort vopna­hlé gæti kom­ist á áður en Net­anja­hú kæmi í heim­sókn sína til Banda­ríkj­anna.

Hann svaraði því að Banda­rík­in „voni að það muni ger­ast, helst ein­hvern tíma í næstu viku“.

Hernaðaraðgerðir á Gasa fær­ast í auk­ana

Hernaðaraðgerðir Ísra­els­manna á Gasa hafa hins veg­ar færst í auk­ana meðfram aukn­um áköll­um um vopna­hlé á strönd­inni stríðshrjáðu og áætl­un ísra­elskra stjórn­valda um að út­rýma Ham­as-sam­tök­un­um hvergi nærri hrundið. 

Stjórn­völd á Gasa segja að minnsta kosti 20 manns hafa fallið í árás­um Ísra­els­hers í dag, en svar ísra­elskra stjórn­valda við fyr­ir­spurn AFP var það að her­inn ynni að því að draga úr hernaðar­um­svif­um Ham­as á svæðinu.

Her­inn hefði hafið aðgerðir á fleiri svæðum inn­an Gasa-strand­ar­inn­ar, tekið tugi hryðju­verka­manna af lífi og gereyðilagt bygg­ing­ar sem lagðar voru und­ir hryðju­verk­a­starf­semi.

Ísraelsher hefur fært út kvíarnar á Gasa.
Ísra­els­her hef­ur fært út kví­arn­ar á Gasa. AFP/​Jack Guez

Rauði kross­inn hald­inn þung­um áhyggj­um

Hef­ur Rauði kross­inn til að mynda gefið út að stjórn hans hafi mikl­ar áhyggj­ur af aukn­um hernaðaraðgerðum á svæðinu og varað við því að þau fáu sjúkra­hús sem séu ennþá starf­andi á svæðinu gætu ekki tekið á móti fleiri særðum.

„Á sama tíma og sund­ur­tætt heil­brigðis­kerfi Gasa má ekki við því að taka við fleiri mann­eskj­um í lífs­hættu­legu ástandi hafa okk­ur borist til­kynn­ing­ar af tug­um dauðsfalla í árás­um Ísra­els­hers,“ kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu Rauða kross­ins.

Fyr­ir­skip­an­ir um um­fangs­mikl­ar rým­ing­ar ýti íbú­um Gasa á sí­fellt minna svæði og skapi glundroða og ótta sem geri viðbragðsaðilum erfiðara að veita særðum aðstoð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert